Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?

Stefán Pálsson

Í bókaflokknum Discworld eftir rithöfundinn Terry Pratchett kemur fyrir skringileg persóna, Leonardó frá Quirm. Hann er geysifrægur málari sem sendir frá sér uppfinningar á færibandi, allt frá espressó-kaffivélum til kafbáta. Flestar eru vélarnar þó hræðilegar vítisvélar, manndrápstæki til að murka lífið úr óvininum á hinn hræðilegasta hátt.

Þrátt fyrir þetta er Leonardó frá Quirm friðelskandi maður. Hann lítur einfaldlega á uppfinningar sínar sem holla og heilbrigða hugarleikfimi – og neitar statt og stöðugt að trúa því að nokkur maður gæti verið svo geggjaður að nota þær í raun og veru, þótt veruleikinn leiði ítrekað annað í ljós.

Leonardó frá Quirm er vitaskuld skopstæling af hinum eina sanna Leonardó frá Vinci. Hann fæddist árið 1452 utan hjónabands og átti því ekki kost á að stunda nám við æðstu menntastofnanir þess tíma. Segja má að Leonardó sé hinn dæmigerði endurreisnarmaður, en með því hugtaki er átt við menn sem sköruðu fram úr og töldust snillingar á mörgum sviðum. Leonardó var því allt í senn: listmálari, uppfinningamaður og vísindagrúskari.

Ef ekki væri fyrir frægð Leonardós sem myndlistarmanns, er hætt við að uppfinningar hans væru í dag öllum gleymdar. Ástæðan er sú að fæstar þeirra litu nokkru sinni dagsins ljós öðruvísi en sem riss á minnisblöðum meistarans. Minnisbækur Leonardós eru sérviskulegar í meira lagi, auk þess að vera ritaðar með illlæsilegri spegilskrift, en þökk sé frægð listamannsins Leonardós hafa ýmsir lagt á sig það streð að berja sig í gegnum skrifin.

Að sumu leyti hitti Terry Pratchett naglann á höfuðið í lýsingu sinni á Leonardó frá Quirm. Líkt og nafni hans frá Vinci, naut hann góðs af ágirnd þjóðhöfðingja í nýjar vítisvélar, sem drepið gætu fleiri óvini og hraðar. Þó skrif Leonardós frá Vinci leiði í ljós að hann áleit stríð lægsta stig mannlegrar tilveru hikaði hann ekki við að titla sig fyrst og fremst hernaðarverkfræðing þegar kom að því að ráða sig í vinnu til höfðingja og stórbokka.

Á 15. öld höfðu hernaðarverkfræðingar sömu stöðu og gullgerðarmenn miðalda. Gullgerðarmennirnir hétu kóngunum og furstunum sem fjármögnuðu störf þeirra slíkum gróða að endalaust var talið verjandi að dæla í þá meiri peningum. Til að róa verkkaupann, þurftu gullgerðarmennirnir reglulega að setja á svið efnafræðigaldrasýningar, til að sannfæra kónginn um að leiðin til að búa til gull væri handan við hornið.

Á sama hátt létu hernaðarverkfræðingar ætíð að því liggja að þeir lumuðu á stórkostlegum hernaðarmaskínum sem myndu tryggja viðkomandi valdhafa glæsta sigra. Leonardó var meistari í þessu. Á ferli sínum sem hirðuppfinningamaður hinna ýmsustu fursta, páfa og konunga, gaf hann í sífellu í skyn að hann lumaði á uppfinningum sem gagnast myndu í hernaði.

Þegar Leonardó réð sig til starfa í Feneyjum, var borgin í herkví tyrkneska flotans. Þá þegar kynnti uppfinningamaðurinn til sögunnar tillögur um hvernig vinna mætti á umsátrinu. Þær voru allt frá því að útbúa flotholt, til að herdeildir gætu gengið þurrum fótum út í skip Tyrkja, yfir í kafbáta eða köfunarbúninga, þannig að hermenn gætu ráðist á skipin neðan frá. Engar þessara tillagna komust til framkvæmda, enda kannski aldrei ætlun höfundarins.

Meðan Leonardó var í vinnu hjá erkiþrjótnum Ceasaro Borgia (um 1475-1507), kynnti hann til sögunnar nokkurs konar málmhylki með skotturni sem fjórir hermenn gátu falist inn í og brotist óáreittir inn um raðir óvinanna. Með góðum vilja má vel kalla þessa uppfinningu fyrsta skriðdrekann. Ekkert slíkt tæki var þó smíðað meðan Leonardó lifði.

Þessi tvö dæmi, skriðdrekinn og köfunarbúningurinn eru dæmigerð fyrir þann vanda sem tæknisagnfræðingar sem fjalla um Leonardó lenda í. Getum við með góðri samvisku sagt að Leonardó hafi fundið upp skriðdrekann, köfunarbúninginn, svifdrekann, fallhlífina? Eftir því sem við vitum best komust hugmyndirnar aldrei lengra en á rissblöð sem enduðu í minnispunktasafni meistarans.

Á heimasíðu Leonardó da Vinci-safnsins á Ítalíu, má finna lista yfir tugi uppfinninga sem eignaðar eru Leonardo. Sumar þeirra eru skringilegar í meira lagi, svo sem hugmyndir um vél til að sundra skýjum.

Langflestum uppfinningunum má þó skipta í tvo flokka: Annars vegar hernaðartól og hins vegar „skringivélar“ sem komið gátu að gagni við veislur og hátíðir – frekar til að skemmta en í hagnýtum tilgangi. Dæmi um þetta voru sjálfvirkar trommur og vélmenni sem átti að geta veifað og gert hundakúnstir. Tilgangur þeirra var í fæstum tilvikum að létta fólki lífsbaráttuna, heldur að sýna fram á snilli uppfinningamannsins.

En varðandi þessar uppfinningar, verður að hafa í huga að þorri þeirra var bara til á pappír og það stundum sem ónákvæmt riss. Ef einhver óþekktur samtímamaður Leonardós hefði skilið eftir bleðla með slíku kroti myndu fáir nenna að velta því mikið fyrir sér, en vegna þess að þetta eru verk málarans fræga er enginn skortur á fólki sem liggur yfir teikningunum og segir: „Aha, hérna hefur Leonardó greinilega búið til fyrsta vélmennið; fyrstu fallhlífina; fyrsta svifnökkvann.“

Þannig hafa aðdáendur Leonardós reynt á síðustu árum að hrinda í framkvæmd ýmsum af hugmyndum hans. Tekist hefur að búa til nothæfan köfunarbúning; nothæfan svifdreka; stökkva í fallhlíf og hanna einhvers konar bryndreka byggt á rissum eftir meistarann.

Sú spurning vaknar hins vegar hversu raunverulegar slíkar endurgerðir séu. Þannig hafa hagleiksmennirnir uppgötvað ýmsar villur í minnisblöðunum – sem varð að leiðrétta við smíðina, en í staðinn fyrir að segja að Leonardó hafi gert mistök, hafa menn gripið til þeirrar skýringar að hann hafi viljandi gert villurnar, til að aðrir gætu ekki stolið hugmyndunum hans.

Svarið við þeirri spurningu hversu margar uppfinningar Leonardós frá Vinci séu veltur því ansi mikið á því hvort við skilgreinum hugtakið á þann hátt að búa þurfi til viðkomandi tæki eða hvort lausleg hugmynd sé fullnægjandi. Ef síðari skilgreiningin er notuð má telja Leonardó einn mesta uppfinningamann sögunnar, að öðrum kosti kárnar gamanið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Stefán Pálsson

sagnfræðingur

Útgáfudagur

24.11.2005

Spyrjandi

Heiðar Þór, f. 1992
Gunnar Björnsson, f. 1992

Tilvísun

Stefán Pálsson. „Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5428.

Stefán Pálsson. (2005, 24. nóvember). Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5428

Stefán Pálsson. „Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5428>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað voru uppfinningar Leonardós da Vincis margar og hverjar voru þær?
Í bókaflokknum Discworld eftir rithöfundinn Terry Pratchett kemur fyrir skringileg persóna, Leonardó frá Quirm. Hann er geysifrægur málari sem sendir frá sér uppfinningar á færibandi, allt frá espressó-kaffivélum til kafbáta. Flestar eru vélarnar þó hræðilegar vítisvélar, manndrápstæki til að murka lífið úr óvininum á hinn hræðilegasta hátt.

Þrátt fyrir þetta er Leonardó frá Quirm friðelskandi maður. Hann lítur einfaldlega á uppfinningar sínar sem holla og heilbrigða hugarleikfimi – og neitar statt og stöðugt að trúa því að nokkur maður gæti verið svo geggjaður að nota þær í raun og veru, þótt veruleikinn leiði ítrekað annað í ljós.

Leonardó frá Quirm er vitaskuld skopstæling af hinum eina sanna Leonardó frá Vinci. Hann fæddist árið 1452 utan hjónabands og átti því ekki kost á að stunda nám við æðstu menntastofnanir þess tíma. Segja má að Leonardó sé hinn dæmigerði endurreisnarmaður, en með því hugtaki er átt við menn sem sköruðu fram úr og töldust snillingar á mörgum sviðum. Leonardó var því allt í senn: listmálari, uppfinningamaður og vísindagrúskari.

Ef ekki væri fyrir frægð Leonardós sem myndlistarmanns, er hætt við að uppfinningar hans væru í dag öllum gleymdar. Ástæðan er sú að fæstar þeirra litu nokkru sinni dagsins ljós öðruvísi en sem riss á minnisblöðum meistarans. Minnisbækur Leonardós eru sérviskulegar í meira lagi, auk þess að vera ritaðar með illlæsilegri spegilskrift, en þökk sé frægð listamannsins Leonardós hafa ýmsir lagt á sig það streð að berja sig í gegnum skrifin.

Að sumu leyti hitti Terry Pratchett naglann á höfuðið í lýsingu sinni á Leonardó frá Quirm. Líkt og nafni hans frá Vinci, naut hann góðs af ágirnd þjóðhöfðingja í nýjar vítisvélar, sem drepið gætu fleiri óvini og hraðar. Þó skrif Leonardós frá Vinci leiði í ljós að hann áleit stríð lægsta stig mannlegrar tilveru hikaði hann ekki við að titla sig fyrst og fremst hernaðarverkfræðing þegar kom að því að ráða sig í vinnu til höfðingja og stórbokka.

Á 15. öld höfðu hernaðarverkfræðingar sömu stöðu og gullgerðarmenn miðalda. Gullgerðarmennirnir hétu kóngunum og furstunum sem fjármögnuðu störf þeirra slíkum gróða að endalaust var talið verjandi að dæla í þá meiri peningum. Til að róa verkkaupann, þurftu gullgerðarmennirnir reglulega að setja á svið efnafræðigaldrasýningar, til að sannfæra kónginn um að leiðin til að búa til gull væri handan við hornið.

Á sama hátt létu hernaðarverkfræðingar ætíð að því liggja að þeir lumuðu á stórkostlegum hernaðarmaskínum sem myndu tryggja viðkomandi valdhafa glæsta sigra. Leonardó var meistari í þessu. Á ferli sínum sem hirðuppfinningamaður hinna ýmsustu fursta, páfa og konunga, gaf hann í sífellu í skyn að hann lumaði á uppfinningum sem gagnast myndu í hernaði.

Þegar Leonardó réð sig til starfa í Feneyjum, var borgin í herkví tyrkneska flotans. Þá þegar kynnti uppfinningamaðurinn til sögunnar tillögur um hvernig vinna mætti á umsátrinu. Þær voru allt frá því að útbúa flotholt, til að herdeildir gætu gengið þurrum fótum út í skip Tyrkja, yfir í kafbáta eða köfunarbúninga, þannig að hermenn gætu ráðist á skipin neðan frá. Engar þessara tillagna komust til framkvæmda, enda kannski aldrei ætlun höfundarins.

Meðan Leonardó var í vinnu hjá erkiþrjótnum Ceasaro Borgia (um 1475-1507), kynnti hann til sögunnar nokkurs konar málmhylki með skotturni sem fjórir hermenn gátu falist inn í og brotist óáreittir inn um raðir óvinanna. Með góðum vilja má vel kalla þessa uppfinningu fyrsta skriðdrekann. Ekkert slíkt tæki var þó smíðað meðan Leonardó lifði.

Þessi tvö dæmi, skriðdrekinn og köfunarbúningurinn eru dæmigerð fyrir þann vanda sem tæknisagnfræðingar sem fjalla um Leonardó lenda í. Getum við með góðri samvisku sagt að Leonardó hafi fundið upp skriðdrekann, köfunarbúninginn, svifdrekann, fallhlífina? Eftir því sem við vitum best komust hugmyndirnar aldrei lengra en á rissblöð sem enduðu í minnispunktasafni meistarans.

Á heimasíðu Leonardó da Vinci-safnsins á Ítalíu, má finna lista yfir tugi uppfinninga sem eignaðar eru Leonardo. Sumar þeirra eru skringilegar í meira lagi, svo sem hugmyndir um vél til að sundra skýjum.

Langflestum uppfinningunum má þó skipta í tvo flokka: Annars vegar hernaðartól og hins vegar „skringivélar“ sem komið gátu að gagni við veislur og hátíðir – frekar til að skemmta en í hagnýtum tilgangi. Dæmi um þetta voru sjálfvirkar trommur og vélmenni sem átti að geta veifað og gert hundakúnstir. Tilgangur þeirra var í fæstum tilvikum að létta fólki lífsbaráttuna, heldur að sýna fram á snilli uppfinningamannsins.

En varðandi þessar uppfinningar, verður að hafa í huga að þorri þeirra var bara til á pappír og það stundum sem ónákvæmt riss. Ef einhver óþekktur samtímamaður Leonardós hefði skilið eftir bleðla með slíku kroti myndu fáir nenna að velta því mikið fyrir sér, en vegna þess að þetta eru verk málarans fræga er enginn skortur á fólki sem liggur yfir teikningunum og segir: „Aha, hérna hefur Leonardó greinilega búið til fyrsta vélmennið; fyrstu fallhlífina; fyrsta svifnökkvann.“

Þannig hafa aðdáendur Leonardós reynt á síðustu árum að hrinda í framkvæmd ýmsum af hugmyndum hans. Tekist hefur að búa til nothæfan köfunarbúning; nothæfan svifdreka; stökkva í fallhlíf og hanna einhvers konar bryndreka byggt á rissum eftir meistarann.

Sú spurning vaknar hins vegar hversu raunverulegar slíkar endurgerðir séu. Þannig hafa hagleiksmennirnir uppgötvað ýmsar villur í minnisblöðunum – sem varð að leiðrétta við smíðina, en í staðinn fyrir að segja að Leonardó hafi gert mistök, hafa menn gripið til þeirrar skýringar að hann hafi viljandi gert villurnar, til að aðrir gætu ekki stolið hugmyndunum hans.

Svarið við þeirri spurningu hversu margar uppfinningar Leonardós frá Vinci séu veltur því ansi mikið á því hvort við skilgreinum hugtakið á þann hátt að búa þurfi til viðkomandi tæki eða hvort lausleg hugmynd sé fullnægjandi. Ef síðari skilgreiningin er notuð má telja Leonardó einn mesta uppfinningamann sögunnar, að öðrum kosti kárnar gamanið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...