Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?

Ívar Daði Þorvaldsson

Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus.

Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að nafni Anne Sullivan tók það verkefni að sér en hún hafði sjálf skerta sjón. Sullivan var Keller til aðstoðar næstu 49 árin eða allt þar til Sullivan lést árið 1936.

Fræg er sagan þegar Sullivan gerði ákveðið tákn í aðra hönd Kellers samtímis sem hún hellti vatni í hina höndina. Þannig áttaði Keller sig á því hvað merkið þýddi. Keller varð síðar fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að útskrifast með B.A.-gráðu.

Helen Keller varð fræg fyrir bækur sínar og fyrirlestra sem hún hélt með hjálp túlks. Hún barðist meðal annars fyrir réttindum fatlaðra, ekki síst blindra. Blinda meðal kvenna var á þessum tíma oft tengd kynsjúkdómum. Hún sagði meðal annars að mörg tilfelli blindu hefði mátt koma í veg fyrir ef aðstæður kvenna væru ekki jafnbágbornar og þær voru. Þær leiddust oft út í vændi og fengu ýmsa kynsjúkdóma sem háðu þeim mikið. Í þessu samhengi barðist hún fyrir aukinni notkun getnaðarvarna.

Kosningaréttur kvenna var Keller einnig hugleikinn, auk þess að vera mikill friðarsinni. Hún var meðlimur Sósíalistaflokksins bandaríska. Með baráttu sinni tókst henni að fá fatlaða lausa af hælum og fengu þeir þannig réttláta meðferð eins og aðrir borgarar.

Keller stofnaði samtökin Helen Keller International árið 1915 ásamt manni að nafni George Kessler en þau vinna hvað helst að málum er tengjast sjón og næringu. Árið 1920 tók hún þátt í stofnun American Civil Liberties Union sem hefur barist fyrir bættum mannréttindum í Bandaríkjunum.

Keller lést 1. júní 1968 í svefni á heimili sínu, þá á 87 ára gömul. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir mannréttindabaráttu sína, meðal annars Presidental Medal of Freedom sem er meðal tveggja æðstu orða sem veittar eru óbreyttum borgurum. Hún er nokkurs konar hliðstæða fálkaorðunnar sem forseti Íslands veitir. Gallup gerði könnun meðal bandarísks almennings á því hvaða fólk það mat mest á 20. öldinni. Helen Keller var þar í 5. sæti. Martin Luther King jr., Nelson Mandela og John F. Kennedy eru einnig á þessum lista. Helen Keller hefur greinilega markað djúp spor í bandaríska sögu.

Alabama-fylki hafði Keller á 25 senta mynt sem gefin var út árið 2003. Í móttöku þinghússins í Washington, D.C. má sjá bronsstyttu af Keller en þar er hún sjö ára gömul með vatnspumpu sér við hlið. Styttan vísar þannig til þeirra straumhvarfa sem urðu í lífi hennar er hún skildi sitt fyrsta orð.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.11.2010

Spyrjandi

Sigrún Birna

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála? “ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54201.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 5. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54201

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála? “ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54201>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?
Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus.

Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að nafni Anne Sullivan tók það verkefni að sér en hún hafði sjálf skerta sjón. Sullivan var Keller til aðstoðar næstu 49 árin eða allt þar til Sullivan lést árið 1936.

Fræg er sagan þegar Sullivan gerði ákveðið tákn í aðra hönd Kellers samtímis sem hún hellti vatni í hina höndina. Þannig áttaði Keller sig á því hvað merkið þýddi. Keller varð síðar fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að útskrifast með B.A.-gráðu.

Helen Keller varð fræg fyrir bækur sínar og fyrirlestra sem hún hélt með hjálp túlks. Hún barðist meðal annars fyrir réttindum fatlaðra, ekki síst blindra. Blinda meðal kvenna var á þessum tíma oft tengd kynsjúkdómum. Hún sagði meðal annars að mörg tilfelli blindu hefði mátt koma í veg fyrir ef aðstæður kvenna væru ekki jafnbágbornar og þær voru. Þær leiddust oft út í vændi og fengu ýmsa kynsjúkdóma sem háðu þeim mikið. Í þessu samhengi barðist hún fyrir aukinni notkun getnaðarvarna.

Kosningaréttur kvenna var Keller einnig hugleikinn, auk þess að vera mikill friðarsinni. Hún var meðlimur Sósíalistaflokksins bandaríska. Með baráttu sinni tókst henni að fá fatlaða lausa af hælum og fengu þeir þannig réttláta meðferð eins og aðrir borgarar.

Keller stofnaði samtökin Helen Keller International árið 1915 ásamt manni að nafni George Kessler en þau vinna hvað helst að málum er tengjast sjón og næringu. Árið 1920 tók hún þátt í stofnun American Civil Liberties Union sem hefur barist fyrir bættum mannréttindum í Bandaríkjunum.

Keller lést 1. júní 1968 í svefni á heimili sínu, þá á 87 ára gömul. Hún hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir mannréttindabaráttu sína, meðal annars Presidental Medal of Freedom sem er meðal tveggja æðstu orða sem veittar eru óbreyttum borgurum. Hún er nokkurs konar hliðstæða fálkaorðunnar sem forseti Íslands veitir. Gallup gerði könnun meðal bandarísks almennings á því hvaða fólk það mat mest á 20. öldinni. Helen Keller var þar í 5. sæti. Martin Luther King jr., Nelson Mandela og John F. Kennedy eru einnig á þessum lista. Helen Keller hefur greinilega markað djúp spor í bandaríska sögu.

Alabama-fylki hafði Keller á 25 senta mynt sem gefin var út árið 2003. Í móttöku þinghússins í Washington, D.C. má sjá bronsstyttu af Keller en þar er hún sjö ára gömul með vatnspumpu sér við hlið. Styttan vísar þannig til þeirra straumhvarfa sem urðu í lífi hennar er hún skildi sitt fyrsta orð.

Heimildir:

Myndir:

...