Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?

Geir Þ. Þórarinsson

Rómversku guðirnir sem samsvöruðu Ólympsguðunum grísku bjuggu líka á Ólympsfjalli. Þannig er til dæmis rómverski guðinn Júpiter nefndur „faðir manna og guða [sem] situr á háum Ólympusi“, „konungur hins himneska Ólympusar“ og þar fram eftir götunum í íslenskri þýðingu á Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil.

En grísku guðirnir bjuggu ekki allir á Ólympsfjalli og það gerðu ekki heldur allir rómversku guðirnir, heldur einungis þeir sem samsvöruðu grísku Ólympsguðunum. Til dæmis voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus ekki meðal Ólympsguða og bjuggu því ekki á Ólympstindi en þeir voru alrómverskir guðir sem áttu sér enga hliðstæðu í grískri goðafræði.


Rómversku guðirnir sem samsvöruðu grísku Ólympsguðunum bjuggu líka á Ólympsfjalli.

Þá ber að hafa í huga að samsvörun grískra og rómverskra guða var ekki alltaf til staðar. Til dæmis var rómverska gyðjan Venus ekki frá upphafi talin vera hliðstæða hinnar grísku Afródítu. Það var ekki fyrr en á 2. öld f.Kr. sem hin rómverska Venus fór að verða hliðstæða hinnar grísku ástargyðju en Venus var í upphafi einhvers konar gróður- og frjósemisgyðja sem hafði verið dýrkuð á Ítalíu allt frá því fyrir stofnun Rómarborgar og tengdist Afródítu í upphafi ekki neitt. Venus var því ekki Ólympsgyðja fyrr en þessi samsvörun við Afródítu varð til á 2. öld f.Kr. En á blómatíma latneskra bókmennta var þó til staðar ákveðin samsvörun milli mikilvægustu guða Grikkja og Rómverja.

Ólympsguðirnir voru taldir vera tólf. Þeir voru:

grískir guðirrómverskir guðir
SeifurJúpiter
HeraJúnó
PóseidonNeptúnus
DemetraCeres
HermesMerkúríus
AþenaMínerva
ApollonApollo
ArtemisDíana
AfródítaVenus
AresMars
HefæstosVúlkanus
DíónýsosBakkus

Stundum var gríska gyðjan Hestía talin til Ólympsguða en hún hvarf úr tölu þeirra og vínguðinn Díónýsos tók hennar stað. Sömuleiðis var hin rómverska Vesta stundum talin til mikilvægustu guðanna tólf, di consentes, sem snemma var farið að líta á sem hliðstæðu Ólympsguða.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

6.11.2009

Spyrjandi

Iðunn Haraldsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53901.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 6. nóvember). Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53901

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53901>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?
Rómversku guðirnir sem samsvöruðu Ólympsguðunum grísku bjuggu líka á Ólympsfjalli. Þannig er til dæmis rómverski guðinn Júpiter nefndur „faðir manna og guða [sem] situr á háum Ólympusi“, „konungur hins himneska Ólympusar“ og þar fram eftir götunum í íslenskri þýðingu á Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil.

En grísku guðirnir bjuggu ekki allir á Ólympsfjalli og það gerðu ekki heldur allir rómversku guðirnir, heldur einungis þeir sem samsvöruðu grísku Ólympsguðunum. Til dæmis voru rómversku guðirnir Janus og Quirinus ekki meðal Ólympsguða og bjuggu því ekki á Ólympstindi en þeir voru alrómverskir guðir sem áttu sér enga hliðstæðu í grískri goðafræði.


Rómversku guðirnir sem samsvöruðu grísku Ólympsguðunum bjuggu líka á Ólympsfjalli.

Þá ber að hafa í huga að samsvörun grískra og rómverskra guða var ekki alltaf til staðar. Til dæmis var rómverska gyðjan Venus ekki frá upphafi talin vera hliðstæða hinnar grísku Afródítu. Það var ekki fyrr en á 2. öld f.Kr. sem hin rómverska Venus fór að verða hliðstæða hinnar grísku ástargyðju en Venus var í upphafi einhvers konar gróður- og frjósemisgyðja sem hafði verið dýrkuð á Ítalíu allt frá því fyrir stofnun Rómarborgar og tengdist Afródítu í upphafi ekki neitt. Venus var því ekki Ólympsgyðja fyrr en þessi samsvörun við Afródítu varð til á 2. öld f.Kr. En á blómatíma latneskra bókmennta var þó til staðar ákveðin samsvörun milli mikilvægustu guða Grikkja og Rómverja.

Ólympsguðirnir voru taldir vera tólf. Þeir voru:

grískir guðirrómverskir guðir
SeifurJúpiter
HeraJúnó
PóseidonNeptúnus
DemetraCeres
HermesMerkúríus
AþenaMínerva
ApollonApollo
ArtemisDíana
AfródítaVenus
AresMars
HefæstosVúlkanus
DíónýsosBakkus

Stundum var gríska gyðjan Hestía talin til Ólympsguða en hún hvarf úr tölu þeirra og vínguðinn Díónýsos tók hennar stað. Sömuleiðis var hin rómverska Vesta stundum talin til mikilvægustu guðanna tólf, di consentes, sem snemma var farið að líta á sem hliðstæðu Ólympsguða.

Mynd:...