Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?

EDS

Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það svæði sem algengast er að gangi undir heitinu Bermúdaþríhyrningurinn.



Frægð Bermúdaþríhyrningsins byggist á því að þar hafa mörg farartæki, bæði skip og flugvélar farist, oft án vísbendinga um afdrif þeirra. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um þessi hvörf og þá stundum tengdar einhverjum yfirnáttúrlegum atburðum eða kröftum. Jarðbundnari skýringar gera hins vegar ráð fyrir að það sé náttúran sjálf eða mannleg mistök sem eiga sök að máli. Nánar er fjallað um það í svari við spurningunni Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?

Það er langt því frá að öll skip sem sigla inn í Bermúdaþríhyrninginn hverfi og komi aldrei aftur. Í rauninni er mjög mikil umferð skipa á þessu svæði, flutningaskip á leið til hafna í Evrópu, Ameríku eða á Karíbahafseyjum, auk skemmtiferðaskipa og minni báta. Einnig er töluverð flugumferð yfir svæðið, vélar á leiðinni milli Norður- og Suður-Ameríku eða til eyja í Karíbahafinu.

Miðað við þann fjölda farartækja sem fer um Bermúdaþríhyrninginn á degi hverjum hefur verið bent á að tíðni slysa þar sem skip eða flugvélar farast, sé ekki hlutfallslega meiri á þessu svæði en mörgum öðrum. Vísindavefnum tókst þó ekki að hafa upp á tölum til að sannreyna það, en hitt er víst að langflest þau farartæki sem fara um Bermúdaþríhyrninginn, hvort sem er á sjó eða í lofti, skila sér á áfangastað án nokkurra vandræða.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.10.2009

Spyrjandi

Álfrún Agnarsdóttir, f. 1998

Tilvísun

EDS. „Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?“ Vísindavefurinn, 27. október 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53760.

EDS. (2009, 27. október). Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53760

EDS. „Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53760>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur einhver siglt inn í Bermúdaþríhyrninginn og komið þaðan heill á húfi aftur?
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það svæði sem algengast er að gangi undir heitinu Bermúdaþríhyrningurinn.



Frægð Bermúdaþríhyrningsins byggist á því að þar hafa mörg farartæki, bæði skip og flugvélar farist, oft án vísbendinga um afdrif þeirra. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um þessi hvörf og þá stundum tengdar einhverjum yfirnáttúrlegum atburðum eða kröftum. Jarðbundnari skýringar gera hins vegar ráð fyrir að það sé náttúran sjálf eða mannleg mistök sem eiga sök að máli. Nánar er fjallað um það í svari við spurningunni Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?

Það er langt því frá að öll skip sem sigla inn í Bermúdaþríhyrninginn hverfi og komi aldrei aftur. Í rauninni er mjög mikil umferð skipa á þessu svæði, flutningaskip á leið til hafna í Evrópu, Ameríku eða á Karíbahafseyjum, auk skemmtiferðaskipa og minni báta. Einnig er töluverð flugumferð yfir svæðið, vélar á leiðinni milli Norður- og Suður-Ameríku eða til eyja í Karíbahafinu.

Miðað við þann fjölda farartækja sem fer um Bermúdaþríhyrninginn á degi hverjum hefur verið bent á að tíðni slysa þar sem skip eða flugvélar farast, sé ekki hlutfallslega meiri á þessu svæði en mörgum öðrum. Vísindavefnum tókst þó ekki að hafa upp á tölum til að sannreyna það, en hitt er víst að langflest þau farartæki sem fara um Bermúdaþríhyrninginn, hvort sem er á sjó eða í lofti, skila sér á áfangastað án nokkurra vandræða.

Heimildir og mynd:

...