Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?

Guðrún Kvaran

Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is.


Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni.

Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan hátt hafa nánast alltaf forlið eða forskeyti á undan meginorðinu eins og til dæmis and-hæl-is, með-ferð-is, bein-lín-is, and-spæn-is, and-hær-is, mest-megn-is og mörg fleiri (sjá Guðrún Kvaran 1990–1991). Þessi myndunarháttur er gamall, þekkist þegar í fornu máli og einnig í öðrum germönskum málum. Myndun eins og *skeiðis um eitthvað sem fer á réttan veg fellur ekki að þessu orðmyndunarkerfi.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 1990–1991. Um -is endingu atviksorða. Íslenskt mál og almenn málfræði. 12–13:7–29.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.12.2009

Spyrjandi

Örvar Jens Arnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2009. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53594.

Guðrún Kvaran. (2009, 2. desember). Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53594

Guðrún Kvaran. „Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2009. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?
Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is.


Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni.

Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan hátt hafa nánast alltaf forlið eða forskeyti á undan meginorðinu eins og til dæmis and-hæl-is, með-ferð-is, bein-lín-is, and-spæn-is, and-hær-is, mest-megn-is og mörg fleiri (sjá Guðrún Kvaran 1990–1991). Þessi myndunarháttur er gamall, þekkist þegar í fornu máli og einnig í öðrum germönskum málum. Myndun eins og *skeiðis um eitthvað sem fer á réttan veg fellur ekki að þessu orðmyndunarkerfi.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 1990–1991. Um -is endingu atviksorða. Íslenskt mál og almenn málfræði. 12–13:7–29.

Mynd:...