Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er saga krossgátunnar?

Ásdís Bergþórsdóttir

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word square). Hann gengur út á að fylla ferning af orðum eftir gefnum vísbendingum. Orðaferningurinn á rætur að rekja til slíkra og svipaðra ferninga sem voru vel þekktir á miðöldum og í fornöld. Þekktastur þeirra er líklega svonefndur sator-ferningur en elsti ferningurinn af því tagi fannst í Herculaneum sem grófst undir ösku þegar fjallið Vesúvíus gaus árið 79 e.Kr. Wynne hafði orðaferninginn í huga þegar hann bjó til fyrstu krossgátuna.

Sator-ferningurinn er orðaferningur sem inniheldur fimm orðasamhverfur úr latínu.

Krossgátur urðu ekki verulega vinsælar fyrr en krossgátubók var gefin út í Bandaríkjunum árið 1924. Í kjölfarið greip um sig mikið krossgátuæði þar í landi. Krossgátur bárust út um allan heim frá Bandaríkjunum en þegar þær komu til Bretlands varð breyting á krossgátuforminu.

Bandarískar krossgátur einkennast af því að fyrir hvern reit er bæði lóðrétt og lárétt vísbending. Það eru því tveir möguleikar að finna hvern staf og það þarf ekki að leysa hverja einustu vísbendingu. Í Bretlandi þróaðist formið meira í kringum svarta reiti og þar þarf að leysa allar vísbendingarnar, af því að sumir reitirnir eiga annaðhvort bara lóðrétta eða lárétta skýringu. Í breskum krossgátum er gróflega miðað við að aðeins annar hver reitur orðs eigi bæði lóðrétta og lárétta skýringu.



Bandarískar (til vinstri) og breskar (til hægri) krossgátur.

Í Bretlandi varð einnig breyting á vísbendingunum. Upphaflega voru bandarískar krossgátur samheitakrossgátur þar sem lausnarorðið var samheiti vísbendingarinnar og það sem stjórnaði erfiðleikastigi gátunnar var hversu auðvelt eða erfitt var að finna samheitið. Bretar þróuðu flóknar vísbendingar þar sem endurröðun stafa og ýmsar flóknar samsetningar komu í stað einfaldra samheitavísbendinga. Þetta form kallast cryptic crosswords á ensku.

Helsti frumkvöðull Breta í krossgátugerð var Edward Powys Mather sem tók sér dulnafnið Torquemada eftir illræmdum dómara við spænska rannsóknarréttinn, en í Bretlandi er siður að krossgátuhöfundar taki sér dulnefni, oft eftir alræmdum sögufrægum einstaklingum. Torquemada byrjaði á því að hafa nokkrar flóknar vísbendingar í hverri krossgátu. Engar reglur voru um vísbendingarnar fyrr en krossgátuhöfundurinn Afrit (rétt nafn: A. F. Ritchie) setti fram grundvallarlögmálið að höfundur vísbendingar þurfi ekki að meina það sem hann segir, en að hann þurfi að segja það sem hann meinar, það er að segja þótt vísbendingin geti verið villandi þá verði hún að innihalda allar leiðbeiningar til að finna lausnarorðið. Það var svo Ximenes (rétt nafn: Derrick Macnutt), sem er nafn annars spænsk rannsóknardómara, sem setti niður reglur í bók sinni Ximenes on the Art of the Crossword.

Krossgátur virðast hafa borist til Íslands frá Danmörku, en fyrsta krossgátan birtist þar árið 1924 í Berlingske Tidende og var í bandaríska stílnum. Elsta þekkta íslenska krossgátan er úr Lesbók Morgunblaðsins, frá 20. mars 1927. Höfundur hennar er óþekktur. Líklegast er að hún hafi verið gerð að danskri fyrirmynd af því hún inniheldur tvö dönsk orð. Næsta dæmi er úr Fálkanum 23. júní 1928 og þar er höfundur Sigurkarl Stefánsson. Telja verður líklegt að hann sé einnig höfundur krossgátunnar frá 1927, þar sem hann var við nám í Danmörku og kom heim 1928. Sigurkarl var einn helsti krossgátuhöfundur landsins um árabil.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

kerfisfræðingur og krossgátuhöfundur

Útgáfudagur

24.6.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ásdís Bergþórsdóttir. „Hver er saga krossgátunnar?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53020.

Ásdís Bergþórsdóttir. (2009, 24. júní). Hver er saga krossgátunnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53020

Ásdís Bergþórsdóttir. „Hver er saga krossgátunnar?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53020>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga krossgátunnar?
Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word square). Hann gengur út á að fylla ferning af orðum eftir gefnum vísbendingum. Orðaferningurinn á rætur að rekja til slíkra og svipaðra ferninga sem voru vel þekktir á miðöldum og í fornöld. Þekktastur þeirra er líklega svonefndur sator-ferningur en elsti ferningurinn af því tagi fannst í Herculaneum sem grófst undir ösku þegar fjallið Vesúvíus gaus árið 79 e.Kr. Wynne hafði orðaferninginn í huga þegar hann bjó til fyrstu krossgátuna.

Sator-ferningurinn er orðaferningur sem inniheldur fimm orðasamhverfur úr latínu.

Krossgátur urðu ekki verulega vinsælar fyrr en krossgátubók var gefin út í Bandaríkjunum árið 1924. Í kjölfarið greip um sig mikið krossgátuæði þar í landi. Krossgátur bárust út um allan heim frá Bandaríkjunum en þegar þær komu til Bretlands varð breyting á krossgátuforminu.

Bandarískar krossgátur einkennast af því að fyrir hvern reit er bæði lóðrétt og lárétt vísbending. Það eru því tveir möguleikar að finna hvern staf og það þarf ekki að leysa hverja einustu vísbendingu. Í Bretlandi þróaðist formið meira í kringum svarta reiti og þar þarf að leysa allar vísbendingarnar, af því að sumir reitirnir eiga annaðhvort bara lóðrétta eða lárétta skýringu. Í breskum krossgátum er gróflega miðað við að aðeins annar hver reitur orðs eigi bæði lóðrétta og lárétta skýringu.



Bandarískar (til vinstri) og breskar (til hægri) krossgátur.

Í Bretlandi varð einnig breyting á vísbendingunum. Upphaflega voru bandarískar krossgátur samheitakrossgátur þar sem lausnarorðið var samheiti vísbendingarinnar og það sem stjórnaði erfiðleikastigi gátunnar var hversu auðvelt eða erfitt var að finna samheitið. Bretar þróuðu flóknar vísbendingar þar sem endurröðun stafa og ýmsar flóknar samsetningar komu í stað einfaldra samheitavísbendinga. Þetta form kallast cryptic crosswords á ensku.

Helsti frumkvöðull Breta í krossgátugerð var Edward Powys Mather sem tók sér dulnafnið Torquemada eftir illræmdum dómara við spænska rannsóknarréttinn, en í Bretlandi er siður að krossgátuhöfundar taki sér dulnefni, oft eftir alræmdum sögufrægum einstaklingum. Torquemada byrjaði á því að hafa nokkrar flóknar vísbendingar í hverri krossgátu. Engar reglur voru um vísbendingarnar fyrr en krossgátuhöfundurinn Afrit (rétt nafn: A. F. Ritchie) setti fram grundvallarlögmálið að höfundur vísbendingar þurfi ekki að meina það sem hann segir, en að hann þurfi að segja það sem hann meinar, það er að segja þótt vísbendingin geti verið villandi þá verði hún að innihalda allar leiðbeiningar til að finna lausnarorðið. Það var svo Ximenes (rétt nafn: Derrick Macnutt), sem er nafn annars spænsk rannsóknardómara, sem setti niður reglur í bók sinni Ximenes on the Art of the Crossword.

Krossgátur virðast hafa borist til Íslands frá Danmörku, en fyrsta krossgátan birtist þar árið 1924 í Berlingske Tidende og var í bandaríska stílnum. Elsta þekkta íslenska krossgátan er úr Lesbók Morgunblaðsins, frá 20. mars 1927. Höfundur hennar er óþekktur. Líklegast er að hún hafi verið gerð að danskri fyrirmynd af því hún inniheldur tvö dönsk orð. Næsta dæmi er úr Fálkanum 23. júní 1928 og þar er höfundur Sigurkarl Stefánsson. Telja verður líklegt að hann sé einnig höfundur krossgátunnar frá 1927, þar sem hann var við nám í Danmörku og kom heim 1928. Sigurkarl var einn helsti krossgátuhöfundur landsins um árabil.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir:

...