Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?

Emelía Eiríksdóttir

Massa hluta er hægt að gefa upp í ótalmörgum einingum, eins og til dæmis kílógrömmum (kg), grömmum (g) og milligrömmum (mg). Þegar reikna á út hlutfall tveggja massa skiptir ekki máli hvaða eining er notuð svo fremi sem að sama einingin sé á massa beggja hlutanna; þannig styttast einingarnar út og útkoman verður einingarlaus. Í töflu 1 hér að neðan sést massi þriggja einda: róteindar, nifteindar og rafeindar. Massinn í töflunni er gefinn upp í grömmum, alþjóðlegu einingunni fyrir massa.

Tafla 1 sýnir massa róteindar, nifteindar og
rafeindar í alþjóðlegu einingunni grömmum.

eindmassi [g]
róteind1,6726∙10-24
nifteind1,6749∙10-24
rafeind9,1094∙10-28

Þegar massi hluta er borinn saman er oft þægilegt að reikna út hlutfall massanna. Það sama á við þegar aðrar stærðir eru bornar saman; þannig sjáum við hversu mörgum sinnum stærri annar hluturinn er miðað við hinn. Hlutföll á mössum allra öreindanna úr töflu 1 má sjá í töflu 2 hér að neðan.

Tafla 2 sýnir útkomuna á hlutfalli massa
róteindar, nifteindar og rafeindar.

massahlutfallútkoma
rafeind/róteind0,00054462
róteind/rafeind1836
rafeind/nifteind0,00054387
nifteind/rafeind1839
róteind/nifteind0,9986
nifteind/róteind1,001

Úr töflunum sjáum við að kjarneindirnar, það er að segja róteindin og nifteindin, eru nánast jafn þungar þó að nifteindin sé örlítið þyngri. Rafeindin er hins vegar mun léttari en kjarneindirnar. Róteind er þannig 1836 sinnum þyngri en rafeind sem þýðir að 1836 rafeindir vega jafn mikið og ein róteind.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2011

Spyrjandi

Úlfar Arinbjarnar, f. 1995

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52800.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 4. maí). Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52800

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52800>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?
Massa hluta er hægt að gefa upp í ótalmörgum einingum, eins og til dæmis kílógrömmum (kg), grömmum (g) og milligrömmum (mg). Þegar reikna á út hlutfall tveggja massa skiptir ekki máli hvaða eining er notuð svo fremi sem að sama einingin sé á massa beggja hlutanna; þannig styttast einingarnar út og útkoman verður einingarlaus. Í töflu 1 hér að neðan sést massi þriggja einda: róteindar, nifteindar og rafeindar. Massinn í töflunni er gefinn upp í grömmum, alþjóðlegu einingunni fyrir massa.

Tafla 1 sýnir massa róteindar, nifteindar og
rafeindar í alþjóðlegu einingunni grömmum.

eindmassi [g]
róteind1,6726∙10-24
nifteind1,6749∙10-24
rafeind9,1094∙10-28

Þegar massi hluta er borinn saman er oft þægilegt að reikna út hlutfall massanna. Það sama á við þegar aðrar stærðir eru bornar saman; þannig sjáum við hversu mörgum sinnum stærri annar hluturinn er miðað við hinn. Hlutföll á mössum allra öreindanna úr töflu 1 má sjá í töflu 2 hér að neðan.

Tafla 2 sýnir útkomuna á hlutfalli massa
róteindar, nifteindar og rafeindar.

massahlutfallútkoma
rafeind/róteind0,00054462
róteind/rafeind1836
rafeind/nifteind0,00054387
nifteind/rafeind1839
róteind/nifteind0,9986
nifteind/róteind1,001

Úr töflunum sjáum við að kjarneindirnar, það er að segja róteindin og nifteindin, eru nánast jafn þungar þó að nifteindin sé örlítið þyngri. Rafeindin er hins vegar mun léttari en kjarneindirnar. Róteind er þannig 1836 sinnum þyngri en rafeind sem þýðir að 1836 rafeindir vega jafn mikið og ein róteind.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...