Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?

Guðrún Kvaran

Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í forníslensku var bæði notað tottogo og einn og einn og tottogu og svo framvegis en síðar varð að venju að setja eininguna á eftir tugnum.

Tugirnir tyve (20), tredive (30), fyrre(tyve) (40) eiga sama uppruna og tuttugu, þrjátíu og fjörutíu í íslensku. Að baki liggja tveir tigir, þrír tigir, fjórir tigir og svo framvegis. Tredive, sem er samsett úr tre og dive, var í eldri miðdönsku (1100–1350) thrætyuæ, thretiughu, það er ‘þrír tugir’.



Orðin tres (60) og firs (80) í dönsku eru mynduð á annan hátt en í íslensku. Tres er stytting fyrir tresindstyve og firs fyrir firsindstyve. Sinds er eignarfall nafnorðsins sinde í merkingunni ‘skipti’. Hugsunin að baki er 3 x 20 og 4 x 20 (þrisvar sinnum tuttugu, fjórum sinnum tuttugu) en ekki sex tigir og átta tigir eins og í íslensku.

Frábrugðnastir eru tugirnir 50, 70 og 90 í dönsku. Halvtreds (50) er stytting úr halvtred/sinds/tyve. Hugsunin að baki er ‘hálfur þriðji sinnum tuttugu, (2 ½ sinnum tuttugu)’. Þessi háttur að telja var tekinn upp í miðdönsku en hún nær frá 1100–1525 (eldri miðdanska 1100–1350, yngri miðdanska 1350–1525). Á sama hátt er halvfjerds (70) stytting úr halvfjerd/sinds/tyve, ‘hálfur fjórði sinnum tuttugu, (3 ½ sinnum tuttugu)’, og halvfems stytting úr halvfem/sinds/tyve, ‘hálfur fimmti sinnum tuttugu (4 ½ sinnum tuttugu)’.

Máti að telja er oft mismunandi milli þjóða og skapast af hefð. Danir hafa í vaxandi mæli farið að nota tugakerfi Svía og tekið upp tölurnar treti (30), firti (50), femti (50), seksti (60), syvti (70), otti (80) og niti (90).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.9.2009

Spyrjandi

Gunnar Eyjólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?“ Vísindavefurinn, 2. september 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52596.

Guðrún Kvaran. (2009, 2. september). Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52596

Guðrún Kvaran. „Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52596>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?
Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í forníslensku var bæði notað tottogo og einn og einn og tottogu og svo framvegis en síðar varð að venju að setja eininguna á eftir tugnum.

Tugirnir tyve (20), tredive (30), fyrre(tyve) (40) eiga sama uppruna og tuttugu, þrjátíu og fjörutíu í íslensku. Að baki liggja tveir tigir, þrír tigir, fjórir tigir og svo framvegis. Tredive, sem er samsett úr tre og dive, var í eldri miðdönsku (1100–1350) thrætyuæ, thretiughu, það er ‘þrír tugir’.



Orðin tres (60) og firs (80) í dönsku eru mynduð á annan hátt en í íslensku. Tres er stytting fyrir tresindstyve og firs fyrir firsindstyve. Sinds er eignarfall nafnorðsins sinde í merkingunni ‘skipti’. Hugsunin að baki er 3 x 20 og 4 x 20 (þrisvar sinnum tuttugu, fjórum sinnum tuttugu) en ekki sex tigir og átta tigir eins og í íslensku.

Frábrugðnastir eru tugirnir 50, 70 og 90 í dönsku. Halvtreds (50) er stytting úr halvtred/sinds/tyve. Hugsunin að baki er ‘hálfur þriðji sinnum tuttugu, (2 ½ sinnum tuttugu)’. Þessi háttur að telja var tekinn upp í miðdönsku en hún nær frá 1100–1525 (eldri miðdanska 1100–1350, yngri miðdanska 1350–1525). Á sama hátt er halvfjerds (70) stytting úr halvfjerd/sinds/tyve, ‘hálfur fjórði sinnum tuttugu, (3 ½ sinnum tuttugu)’, og halvfems stytting úr halvfem/sinds/tyve, ‘hálfur fimmti sinnum tuttugu (4 ½ sinnum tuttugu)’.

Máti að telja er oft mismunandi milli þjóða og skapast af hefð. Danir hafa í vaxandi mæli farið að nota tugakerfi Svía og tekið upp tölurnar treti (30), firti (50), femti (50), seksti (60), syvti (70), otti (80) og niti (90).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...