Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?

Ólafur Páll Jónsson

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju.

Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stundaði heimspeki sína með samræðum, eða öllu heldur rökræðum, oft við fólk sem hann hitti á förnum vegi. Markmið hans með heimspekilegri ástundun var ekki að halda fram tilteknum skoðunum heldur að taka skoðanir eða hugmyndir annarra til rannsóknar. Sókrates leit ekki á heimspekina sem samsafn kenninga – til dæmis kenninga um hvað sannleikur eða réttlæti sé – heldur sem aðferð til að hugsa skýrt.


Hér sést Sókrates í grænbrúnum kufli hægra megin á myndinni í samræðum. Myndin er hluti af Aþenuskólanum, fresku Rafaels (1483-1520) í Vatíkanhöllinni. Hér er hægt að sjá alla freskuna.

Sókrates lagði áherslu á að sú þekking sem þessi heimspekilega samræða kynni að leiða til væri ekki þekking sem hann byggi sjálfur yfir og miðlaði til viðmælendanna, heldur byggju viðmælendurnir í raun sjálfir yfir þekkingunni og hans hlutverk væri einungis að hjálpa þeim að gera sér hana ljósa. Þess vegna líkti hann heimspekilegri iðju sinni við starf móður sinnar sem var ljósmóðir. Ljósmóðirin leggur ekki til börnin heldur hjálpar hún þunguðum konum að fæða börn sem þær ganga með. Á sama hátt sagðist Sókrates ekki leggja til þekkingu heldur hjálpaði hann viðmælendum að „fæða“ þá þekkingu sem byggi innra með þeim. Að stunda heimspeki, í þessum skilningi, er því fyrst og fremst viðleitni til að hugsa skýrt og grafast fyrir um hvaða þekking kunni að búa innra með manni. Að ná árangri í heimspekilegri iðju í þessum skilningi felst þá í því að vera flinkur að laða fram þekkingu sem fólk býr yfir en gerir sér ekki endilega grein fyrir.

Sókratesi var ekki bara líkt við ljósmóður, heldur einnig broddfluga – flugu sem á það til að stinga fólk og valda því óþægindum. Markmið Sókratesar var nefnilega ekki bara að laða fram þá þekkingu sem kynni að búa innra með viðmælendunum, heldur einnig að leggja próf fyrir skoðanir sem fólk hafði til að meta réttmæti þeirra. Markmið Sókratesar með þessari iðju var að afhjúpa ósannar skoðanir. Til að ná árangri sem broddfluguheimspekingur verður maður að vera næmur á hvaða skoðanir eru hæpnar og hafa lag á að láta reyna á áreiðanleika þeirra. Sókrates var einstaklega laginn við að koma auga á veikleika í skoðunum fólks og oftar en ekki enduðu viðmælendur hans á að komast í mótsögn við sjálfa sig – áður en þeir vissu af voru þeir búnir að neita því sem þeir höfðu staðfastlega haldið fram skömmu áður.


Dauði Sókratesar (1787) eftir Jacques-Louis David.

Broddfluguheimspekingurinn kann að ná góðum árangri í þeim skilningi að hann afhjúpar ósannar skoðanir, en hann vinnur sér ekki til vinsælda með þessu móti. Flestum finnst notalegra að búa við sannfæringu, þótt fölsk sé, heldur en að lifa í efa og óvissu. Sú var líka raunin í Aþenu forðum og á endanum var Sókrates dæmdur til dauða. Sá dómur er ekki síst athyglisverður fyrir það að Sókrates var ekki dæmdur fyrir skoðanir sínar – því hann hélt ekki fram neinum tilteknum skoðunum – heldur var dauðasökin í raun sú, að hann hvatti fólk til að taka sínar eigin skoðanir til rannsóknar, hverjar sem þær væru, og hafna þeim fengju þær ekki staðist.

En skyldi Sókrates hafa náð framúrskarandi árangri með heimspekiiðkun sinni? Tvennskonar svör koma til greina:

  1. Já, vegna þess að Sókrates hafði afgerandi áhrif á alla heimspeki á Vesturlöndum og enn í dag er hann fyrirmynd heimspekinga – og margra annarra – um það hvernig stunda eigi heimspeki.
  2. Nei, vegna þess að heimspekiiðkun hans, ekki síst sá háttur hans að efast um viðtekin sannindi, leiddi til þess að hann var tekinn af lífi og það getur ekki verið að maður hafi náð góðum árangri í einhverju ef það kostar mann lífið – jafnvel þótt fólk sé enn að tala um mann 2500 árum síðar.

Um afdrif Sókratesar má lesa í bókinni Síðustu dagar Sókratesar (Hið íslenska bókmenntafélag, 5. útgáfa, Reykjavík 2006).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

25.5.2009

Spyrjandi

Anton Ómarsson Scheving

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52342.

Ólafur Páll Jónsson. (2009, 25. maí). Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52342

Ólafur Páll Jónsson. „Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að „læra“ eða stunda heimspeki með það að sjónarmiði að ná framúrskarandi árangri?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því það er alls ekki ljóst hvað það er að stunda heimspeki, og enn síður hvaða mælikvarði á árangur er viðeigandi um slíka iðju.

Frægasti heimspekingur allra tíma er líklega Sókrates, sem var uppi á árunum 469 til 399 f.Kr. Hann skrifaði ekki neitt um sína daga heldur stundaði heimspeki sína með samræðum, eða öllu heldur rökræðum, oft við fólk sem hann hitti á förnum vegi. Markmið hans með heimspekilegri ástundun var ekki að halda fram tilteknum skoðunum heldur að taka skoðanir eða hugmyndir annarra til rannsóknar. Sókrates leit ekki á heimspekina sem samsafn kenninga – til dæmis kenninga um hvað sannleikur eða réttlæti sé – heldur sem aðferð til að hugsa skýrt.


Hér sést Sókrates í grænbrúnum kufli hægra megin á myndinni í samræðum. Myndin er hluti af Aþenuskólanum, fresku Rafaels (1483-1520) í Vatíkanhöllinni. Hér er hægt að sjá alla freskuna.

Sókrates lagði áherslu á að sú þekking sem þessi heimspekilega samræða kynni að leiða til væri ekki þekking sem hann byggi sjálfur yfir og miðlaði til viðmælendanna, heldur byggju viðmælendurnir í raun sjálfir yfir þekkingunni og hans hlutverk væri einungis að hjálpa þeim að gera sér hana ljósa. Þess vegna líkti hann heimspekilegri iðju sinni við starf móður sinnar sem var ljósmóðir. Ljósmóðirin leggur ekki til börnin heldur hjálpar hún þunguðum konum að fæða börn sem þær ganga með. Á sama hátt sagðist Sókrates ekki leggja til þekkingu heldur hjálpaði hann viðmælendum að „fæða“ þá þekkingu sem byggi innra með þeim. Að stunda heimspeki, í þessum skilningi, er því fyrst og fremst viðleitni til að hugsa skýrt og grafast fyrir um hvaða þekking kunni að búa innra með manni. Að ná árangri í heimspekilegri iðju í þessum skilningi felst þá í því að vera flinkur að laða fram þekkingu sem fólk býr yfir en gerir sér ekki endilega grein fyrir.

Sókratesi var ekki bara líkt við ljósmóður, heldur einnig broddfluga – flugu sem á það til að stinga fólk og valda því óþægindum. Markmið Sókratesar var nefnilega ekki bara að laða fram þá þekkingu sem kynni að búa innra með viðmælendunum, heldur einnig að leggja próf fyrir skoðanir sem fólk hafði til að meta réttmæti þeirra. Markmið Sókratesar með þessari iðju var að afhjúpa ósannar skoðanir. Til að ná árangri sem broddfluguheimspekingur verður maður að vera næmur á hvaða skoðanir eru hæpnar og hafa lag á að láta reyna á áreiðanleika þeirra. Sókrates var einstaklega laginn við að koma auga á veikleika í skoðunum fólks og oftar en ekki enduðu viðmælendur hans á að komast í mótsögn við sjálfa sig – áður en þeir vissu af voru þeir búnir að neita því sem þeir höfðu staðfastlega haldið fram skömmu áður.


Dauði Sókratesar (1787) eftir Jacques-Louis David.

Broddfluguheimspekingurinn kann að ná góðum árangri í þeim skilningi að hann afhjúpar ósannar skoðanir, en hann vinnur sér ekki til vinsælda með þessu móti. Flestum finnst notalegra að búa við sannfæringu, þótt fölsk sé, heldur en að lifa í efa og óvissu. Sú var líka raunin í Aþenu forðum og á endanum var Sókrates dæmdur til dauða. Sá dómur er ekki síst athyglisverður fyrir það að Sókrates var ekki dæmdur fyrir skoðanir sínar – því hann hélt ekki fram neinum tilteknum skoðunum – heldur var dauðasökin í raun sú, að hann hvatti fólk til að taka sínar eigin skoðanir til rannsóknar, hverjar sem þær væru, og hafna þeim fengju þær ekki staðist.

En skyldi Sókrates hafa náð framúrskarandi árangri með heimspekiiðkun sinni? Tvennskonar svör koma til greina:

  1. Já, vegna þess að Sókrates hafði afgerandi áhrif á alla heimspeki á Vesturlöndum og enn í dag er hann fyrirmynd heimspekinga – og margra annarra – um það hvernig stunda eigi heimspeki.
  2. Nei, vegna þess að heimspekiiðkun hans, ekki síst sá háttur hans að efast um viðtekin sannindi, leiddi til þess að hann var tekinn af lífi og það getur ekki verið að maður hafi náð góðum árangri í einhverju ef það kostar mann lífið – jafnvel þótt fólk sé enn að tala um mann 2500 árum síðar.

Um afdrif Sókratesar má lesa í bókinni Síðustu dagar Sókratesar (Hið íslenska bókmenntafélag, 5. útgáfa, Reykjavík 2006).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:...