Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti?

Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti.

Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars vegar að geimgeislun við yfirborð jarðar aukist meðan segulsvið hennar er dauft. Segulsviðið beinir nefnilega slíkri geislun, það er rafhlöðnum hraðfara ögnum frá sól eða úr Vetrarbrautinni, að nokkru í burtu frá jörðinni. Þetta gæti bæði haft einhver áhrif á veðurfar og á tíðni stökkbreytinga í erfðaefni. Áhrifin yrðu tímabundin og líkast til minniháttar.



Talið er að fuglar noti segulsvið jarðar til þess að hjálpa sér að rata um langar vegalengdir.

Hins vegar hafa sumir haft áhyggjur af örlögum þeirra æðri og lægri dýrategunda sem virðast nota sér jarðsegulsviðið til ratvísi, svo sem við fæðuleit eða í langferðum. Þó er líklegt að breytingar segulsviðsins séu nógu hægar til þess að dýrunum takist að aðlaga sig að þeim.

Vert er að taka fram einnig að lokum, að pólskipti segulsviðsins eru ekki talin hafa nein áhrif á hinn daglega snúning jarðar um sjálfa sig né á staðsetningu heimskautanna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 7. 9. 2009

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

9.9.2009

Spyrjandi

Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Daði Sverrisson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 9. september 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52121.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2009, 9. september). Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52121

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða afleiðingar hafa pólskipti fyrir líf á jörðinni?
Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti?

Pólskipti hafa mjög óverulegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni; engar breytingar sjást til dæmis á steingervinga-samfélögum í sjávarseti við pólskipti.

Tvennt hefur helst verið nefnt. Annars vegar að geimgeislun við yfirborð jarðar aukist meðan segulsvið hennar er dauft. Segulsviðið beinir nefnilega slíkri geislun, það er rafhlöðnum hraðfara ögnum frá sól eða úr Vetrarbrautinni, að nokkru í burtu frá jörðinni. Þetta gæti bæði haft einhver áhrif á veðurfar og á tíðni stökkbreytinga í erfðaefni. Áhrifin yrðu tímabundin og líkast til minniháttar.



Talið er að fuglar noti segulsvið jarðar til þess að hjálpa sér að rata um langar vegalengdir.

Hins vegar hafa sumir haft áhyggjur af örlögum þeirra æðri og lægri dýrategunda sem virðast nota sér jarðsegulsviðið til ratvísi, svo sem við fæðuleit eða í langferðum. Þó er líklegt að breytingar segulsviðsins séu nógu hægar til þess að dýrunum takist að aðlaga sig að þeim.

Vert er að taka fram einnig að lokum, að pólskipti segulsviðsins eru ekki talin hafa nein áhrif á hinn daglega snúning jarðar um sjálfa sig né á staðsetningu heimskautanna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Mynd: Telegraph.co.uk. Sótt 7. 9. 2009...