Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins?

Sigurður Árnason

Lungnakrabbamein á byrjunarstigi eru oftast án einkenna. Þegar æxlið stækkar getur það farið að gefa einkenni sem fara þá eftir því hvar það er í lunganu. Til dæmis getur æxli sem þrengir að eða lokar berkju valdið því að slím safnist fyrir neðan við þrengslin. Bakteríur lifa góðu lífi í slíminu og lungnabólga myndast. Þannig getur lungnabólga verið fyrsta einkenni meinsins, sérstaklega hjá þeim sem lengi hafa reykt.

Rjúfi æxlið slímhúð berkju, getur það valdið blóði í hráka. Einnig getur æxlið ert berkjuna og valdið hósta („reykingahóstinn“ breytist). Nái æxlið að verða mjög stórt áður en það greinist getur það valdið mæði og verk í brjósti, baki eða síðu. Stundum valda meinvörp fyrstu einkennunum og fer þá eftir staðsetningu meinvarpanna hver einkennin verða.



Á þessari röntgenmynd sést æxli í vinstra lunga.

Stöku sinnum uppgötvast krabbamein í lungum fyrir tilviljun, það er á lungnamynd sem tekin er af öðrum ástæðum (fyrir skurðaðgerð, vegna heilbrigðisvottorðs og svo framvegis). Sjúkdómurinn er þá oftar á byrjunarstigi og þess vegna meiri líkur til þess að unnt sé að lækna hann. Leiti sjúklingur hins vegar læknis vegna einkenna frá lungum, þá er sjúkdómurinn yfirleitt það langt genginn að ekki er unnt að lækna sjúklinginn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af pistli um lungnakrabbamein á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi. Áhugasömum er bent á að lesa pistilinn í heild sinni.

Einnig má benda á umfjöllun um lungnakrabbamein í bókinni Krabbamein á Íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957-2006 sem gefin var út af Krabbameinsfélaginu árið 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

28.9.2010

Spyrjandi

Örn Leó Guðmundsson

Tilvísun

Sigurður Árnason. „Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins? “ Vísindavefurinn, 28. september 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52089.

Sigurður Árnason. (2010, 28. september). Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52089

Sigurður Árnason. „Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins? “ Vísindavefurinn. 28. sep. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52089>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins?
Lungnakrabbamein á byrjunarstigi eru oftast án einkenna. Þegar æxlið stækkar getur það farið að gefa einkenni sem fara þá eftir því hvar það er í lunganu. Til dæmis getur æxli sem þrengir að eða lokar berkju valdið því að slím safnist fyrir neðan við þrengslin. Bakteríur lifa góðu lífi í slíminu og lungnabólga myndast. Þannig getur lungnabólga verið fyrsta einkenni meinsins, sérstaklega hjá þeim sem lengi hafa reykt.

Rjúfi æxlið slímhúð berkju, getur það valdið blóði í hráka. Einnig getur æxlið ert berkjuna og valdið hósta („reykingahóstinn“ breytist). Nái æxlið að verða mjög stórt áður en það greinist getur það valdið mæði og verk í brjósti, baki eða síðu. Stundum valda meinvörp fyrstu einkennunum og fer þá eftir staðsetningu meinvarpanna hver einkennin verða.



Á þessari röntgenmynd sést æxli í vinstra lunga.

Stöku sinnum uppgötvast krabbamein í lungum fyrir tilviljun, það er á lungnamynd sem tekin er af öðrum ástæðum (fyrir skurðaðgerð, vegna heilbrigðisvottorðs og svo framvegis). Sjúkdómurinn er þá oftar á byrjunarstigi og þess vegna meiri líkur til þess að unnt sé að lækna hann. Leiti sjúklingur hins vegar læknis vegna einkenna frá lungum, þá er sjúkdómurinn yfirleitt það langt genginn að ekki er unnt að lækna sjúklinginn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af pistli um lungnakrabbamein á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi. Áhugasömum er bent á að lesa pistilinn í heild sinni.

Einnig má benda á umfjöllun um lungnakrabbamein í bókinni Krabbamein á Íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957-2006 sem gefin var út af Krabbameinsfélaginu árið 2008....