Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?

JGÞ

Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar.

Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir opinberun fengið að flytja mannkyninu orð Allah sem eru rituð á bók á himni. Bókin er á arabísku og Kóraninn er afrit þessarar bókar.


Bænahald fimm sinnum á dag er eitt meginaatriða íslamstrúar.

Í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum? segir ennfremur:
Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekkert hindrar hann.

Þetta eru meginatriðin í íslam.

Við bendum þeim sem vilja fræðast meira um íslam að lesa svar Haraldar og að auki svör við eftirfarandi spurningum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2009

Spyrjandi

Jón Hólm Pálsson, f. 1993

Tilvísun

JGÞ. „Hver eru meginatriðin í íslamstrú?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51999.

JGÞ. (2009, 16. mars). Hver eru meginatriðin í íslamstrú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51999

JGÞ. „Hver eru meginatriðin í íslamstrú?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51999>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?
Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar.

Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir opinberun fengið að flytja mannkyninu orð Allah sem eru rituð á bók á himni. Bókin er á arabísku og Kóraninn er afrit þessarar bókar.


Bænahald fimm sinnum á dag er eitt meginaatriða íslamstrúar.

Í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum? segir ennfremur:
Helstu fyrirmæli Kóransins eru sameiginleg öllum múslímum, vitnisburðurinn um að aðeins sé til einn guð og Múhameð sé spámaður hans, bænahald fimm sinnum á dag, fastan í Ramadan-mánuðinum, ölmusugjafir, og loks pílagrímsförin til Mekka sem sérhverjum trúuðum er ætlað að fara að minnsta kosti einu sinni á ævinni ef ekkert hindrar hann.

Þetta eru meginatriðin í íslam.

Við bendum þeim sem vilja fræðast meira um íslam að lesa svar Haraldar og að auki svör við eftirfarandi spurningum:

Mynd: