Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?

JGÞ

Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir skildu ekki lengur mál annarra og hættu við áform sín.

Babelsturninn átti að hafa verið í borginni Babýlon sem stóð við Efrat. Borgin var höfuðborg hins forna ríkis Babýloníu sem var í sunnanverðri Mesópótamíu.


Babelsturninn.

Um orðin Babel og Babýlon segir í Íslenskri orðsifjabók að uppruninn sé óljós. Nafn borgarinnar gæti verið úr assýrísku, en orðið bab-ilu merkir 'hlið guðs eða guða' og eins gæti það verið dregið af hebreska orðinu babel sem merkir 'ringulreið'. Þetta er þó talið vafasamt.

Nafnorðið babl eða babbl er notað um ógreinilegt tal, þvaður eða þrugl og sögnin babla eða babbla merkir það sama. Babbl er meðal annars sérstaklega notað um tal barna enda er sú skýring gefin í Íslenskri orðsifjabók að orðið sé hljóðlíking, leidd af hjalhljóði ungbarna, samanber til dæmis hljóðmyndirnar ba-ba og ma-ma. Babbl er raunar tengt orðinu babb sem hægt er að lesa meira um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?

Það er skemmtileg hugmynd hjá spyrjanda að tengja saman orðið babbl og babel. Hins vegar er einfaldasta skýringin á orðinu babbl að það sé dregið af hjali ungbarna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er uppruni sagnorðsins að babla? Kenning mín er sú að það sé dregið af Babel og tengist Babelsturninum, en samkvæmt Biblíunni fór bygging hans einstaklega í taugarnar á Guði og hann ruglaði tungumálin, fær þetta staðist?

Höfundur

Útgáfudagur

27.2.2009

Spyrjandi

Benóný Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2009. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51745.

JGÞ. (2009, 27. febrúar). Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51745

JGÞ. „Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2009. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?
Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir skildu ekki lengur mál annarra og hættu við áform sín.

Babelsturninn átti að hafa verið í borginni Babýlon sem stóð við Efrat. Borgin var höfuðborg hins forna ríkis Babýloníu sem var í sunnanverðri Mesópótamíu.


Babelsturninn.

Um orðin Babel og Babýlon segir í Íslenskri orðsifjabók að uppruninn sé óljós. Nafn borgarinnar gæti verið úr assýrísku, en orðið bab-ilu merkir 'hlið guðs eða guða' og eins gæti það verið dregið af hebreska orðinu babel sem merkir 'ringulreið'. Þetta er þó talið vafasamt.

Nafnorðið babl eða babbl er notað um ógreinilegt tal, þvaður eða þrugl og sögnin babla eða babbla merkir það sama. Babbl er meðal annars sérstaklega notað um tal barna enda er sú skýring gefin í Íslenskri orðsifjabók að orðið sé hljóðlíking, leidd af hjalhljóði ungbarna, samanber til dæmis hljóðmyndirnar ba-ba og ma-ma. Babbl er raunar tengt orðinu babb sem hægt er að lesa meira um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?

Það er skemmtileg hugmynd hjá spyrjanda að tengja saman orðið babbl og babel. Hins vegar er einfaldasta skýringin á orðinu babbl að það sé dregið af hjali ungbarna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er uppruni sagnorðsins að babla? Kenning mín er sú að það sé dregið af Babel og tengist Babelsturninum, en samkvæmt Biblíunni fór bygging hans einstaklega í taugarnar á Guði og hann ruglaði tungumálin, fær þetta staðist?
...