Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?

Jón Már Halldórsson

Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita).

Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á japönsku eyjunni Honsú. Talið er kynið sé ræktað af ævafornu hundakyni, svokölluðum matagihundi, sem er líklega meðal elstu þekktu hundakynja Japans. Matagihundar eru stórir og sterkbyggðir og ákaflega þolnir veiðihundar sem notaðir voru til að elta uppi stóra veiðibráð í skógum nyrst á Honsúeyju, svo sem villisvín, antilópur og asíska svartbirni. Akitahundar hafa síðan blandast ýmsum öðrum hundakynjum og meðal annars getið af sér hinn mikilfenglega bardagahund tosa inu sem er mikið notaður í hundaati víða um heim og er á bannlista í mörgum löndum.

Amerískur akita.

Hvort upprunalegur akitahundur sé beinn forfaðir amerískra akitahunda eða hvort einhver blöndun hafi átt sér stað, er ekki vel þekkt né skráð. Flestir, fyrir utan Bandaríkjamenn og Kanadabúa, líta svo að að blöndun hafi orðið. Því til stuðnings hefur meðal annars verið bent á að samþykkt litarafbrigði eru mun fleiri hjá þeim amerísku, þeir eru einnig að jafnaði stærri og höfuðlagið eilítið frábrugðið. Hinir upprunalegu akitar eru fínlegri í framan og minna meira á ref.

Amerískir akitahundar verða allt að 70 cm háir og 45-60 kg að þyngd. Tíkurnar eru minni og léttari, fullvaxnar eru þær 61-66 cm á hæð og 32-45 kg að þyngd.

Áhugi Vesturlandabúa á akitahundum vaknaði á fyrri helmingi síðustu aldar og komu þar nokkrir þættir til. Þá varð alkunn sagan um trygglyndi akitahunds að nafni Hachi-Ko. Hann var í eigu prófessors Eizaburo Ueno sem starfaði við Tokyo-háskóla á þriðja áratug síðustu aldar. Á hverjum morgni fylgdi Hachi-Ko eiganda sínum á brautarstöð í heimabæ þeirra og tók á móti honum þegar hann kom frá vinnu síðar um daginn. Dag einn, nánar tiltekið 25. maí 1925, beið hundurinn eftir húsbóndanum en prófessorinn lét ekki sjá sig. Hann hafði fengið banvænt heilablóðfall á skrifstofu sinni. Hundurinn var leiddur heim en kom aftur daginn eftir og beið. Hann hélt þessari venju áfram í níu ár eða þar til hann drapst. Japanar reistu þá bronsstyttu af hvutta á brautarstöðinni honum til heiðurs.

Helen Keller varð fyrst til að flytja akitahund til Bandaríkjanna. Hér er hún með seinni akitahundi sínum, Kenzan-Go, sem hún fékk frá Japan árið 1939.

Helen Keller, sem fræg varð á sínum tíma fyrir að brjótast út úr einangrun daufblindu, varð fyrst til þess að flytja akitahund til Bandaríkjanna. Á ferð um Japan heyrði hún söguna um Hachi-Ko og hvernig hann beið eiganda síns í mörg ár. Hún heillaðist af þessu hundakyni og flutti hund með sér heim til Bandaríkjanna. Sá drapst fljótt en hún fékk þá bróður hans sendan og var hann traustur félagi hennar þangað til hann drapst árið 1945.

Eftir seinni heimsstyrjöld komust fjölmargir bandarískir hermenn og embættismenn í kynni við akitahunda og tóku margir þeirra þá heim með sér.

Akitahundar voru gerðir að þjóðargersemi í Japan í byrjun 4. áratugar síðustu aldar og var þá lögð áhersla á að halda þeim eins arfhreinum og hægt væri. Hundunum fjölgaði verulega fyrst á eftir en í seinni heimsstyrjöldinni fór að halla undan fæti. Vegna hungurs víða í landinu voru hundarnir étnir og feldir þeirra nýttir í klæði. Hræðsla við hundaæði og aðra sjúkdóma olli því svo að stjórnvöld skipuðu fólki að drepa alla hunda hvar sem til þeirra næðist. Þeir héldu þó velli nyrst á Honsúeyju þar sem vagga hundakynsins er. Þar faldi almenningur hundana fyrir útsendurum stjórnvalda eða sleppti þeim lausum í skóglendinu.

Eftir stríð fór hagur þessara hunda að vænkast og má helst þakka það Morie Sawataishi og vinnu hans við ræktun hundanna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.3.2009

Spyrjandi

Jóhann Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51729.

Jón Már Halldórsson. (2009, 16. mars). Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51729

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51729>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?
Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita).

Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á japönsku eyjunni Honsú. Talið er kynið sé ræktað af ævafornu hundakyni, svokölluðum matagihundi, sem er líklega meðal elstu þekktu hundakynja Japans. Matagihundar eru stórir og sterkbyggðir og ákaflega þolnir veiðihundar sem notaðir voru til að elta uppi stóra veiðibráð í skógum nyrst á Honsúeyju, svo sem villisvín, antilópur og asíska svartbirni. Akitahundar hafa síðan blandast ýmsum öðrum hundakynjum og meðal annars getið af sér hinn mikilfenglega bardagahund tosa inu sem er mikið notaður í hundaati víða um heim og er á bannlista í mörgum löndum.

Amerískur akita.

Hvort upprunalegur akitahundur sé beinn forfaðir amerískra akitahunda eða hvort einhver blöndun hafi átt sér stað, er ekki vel þekkt né skráð. Flestir, fyrir utan Bandaríkjamenn og Kanadabúa, líta svo að að blöndun hafi orðið. Því til stuðnings hefur meðal annars verið bent á að samþykkt litarafbrigði eru mun fleiri hjá þeim amerísku, þeir eru einnig að jafnaði stærri og höfuðlagið eilítið frábrugðið. Hinir upprunalegu akitar eru fínlegri í framan og minna meira á ref.

Amerískir akitahundar verða allt að 70 cm háir og 45-60 kg að þyngd. Tíkurnar eru minni og léttari, fullvaxnar eru þær 61-66 cm á hæð og 32-45 kg að þyngd.

Áhugi Vesturlandabúa á akitahundum vaknaði á fyrri helmingi síðustu aldar og komu þar nokkrir þættir til. Þá varð alkunn sagan um trygglyndi akitahunds að nafni Hachi-Ko. Hann var í eigu prófessors Eizaburo Ueno sem starfaði við Tokyo-háskóla á þriðja áratug síðustu aldar. Á hverjum morgni fylgdi Hachi-Ko eiganda sínum á brautarstöð í heimabæ þeirra og tók á móti honum þegar hann kom frá vinnu síðar um daginn. Dag einn, nánar tiltekið 25. maí 1925, beið hundurinn eftir húsbóndanum en prófessorinn lét ekki sjá sig. Hann hafði fengið banvænt heilablóðfall á skrifstofu sinni. Hundurinn var leiddur heim en kom aftur daginn eftir og beið. Hann hélt þessari venju áfram í níu ár eða þar til hann drapst. Japanar reistu þá bronsstyttu af hvutta á brautarstöðinni honum til heiðurs.

Helen Keller varð fyrst til að flytja akitahund til Bandaríkjanna. Hér er hún með seinni akitahundi sínum, Kenzan-Go, sem hún fékk frá Japan árið 1939.

Helen Keller, sem fræg varð á sínum tíma fyrir að brjótast út úr einangrun daufblindu, varð fyrst til þess að flytja akitahund til Bandaríkjanna. Á ferð um Japan heyrði hún söguna um Hachi-Ko og hvernig hann beið eiganda síns í mörg ár. Hún heillaðist af þessu hundakyni og flutti hund með sér heim til Bandaríkjanna. Sá drapst fljótt en hún fékk þá bróður hans sendan og var hann traustur félagi hennar þangað til hann drapst árið 1945.

Eftir seinni heimsstyrjöld komust fjölmargir bandarískir hermenn og embættismenn í kynni við akitahunda og tóku margir þeirra þá heim með sér.

Akitahundar voru gerðir að þjóðargersemi í Japan í byrjun 4. áratugar síðustu aldar og var þá lögð áhersla á að halda þeim eins arfhreinum og hægt væri. Hundunum fjölgaði verulega fyrst á eftir en í seinni heimsstyrjöldinni fór að halla undan fæti. Vegna hungurs víða í landinu voru hundarnir étnir og feldir þeirra nýttir í klæði. Hræðsla við hundaæði og aðra sjúkdóma olli því svo að stjórnvöld skipuðu fólki að drepa alla hunda hvar sem til þeirra næðist. Þeir héldu þó velli nyrst á Honsúeyju þar sem vagga hundakynsins er. Þar faldi almenningur hundana fyrir útsendurum stjórnvalda eða sleppti þeim lausum í skóglendinu.

Eftir stríð fór hagur þessara hunda að vænkast og má helst þakka það Morie Sawataishi og vinnu hans við ræktun hundanna.

Heimildir og myndir:...