Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Á hverju lifa leðurblökur?

Jón Már Halldórsson

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem eru hinar eiginlegu leðurblökur, nærast á skordýrum eða hryggdýrum.

Um fjórðungur af rúmlega 1.200 tegundum núlifandi leðurblaka lifa á ávöxtum, fræjum eða safa úr blómum. Þessar ávaxtaætur eru hlutfallslega algengastar þar sem gróðurfar er gisið svo sem á eyðimerkursvæðum. Þó finnast fjölmargar tegundir í þéttu skóglendi við miðbaug. Þessar leðurblökur eru að jafnaði stærri en þær sem tilheyra undirættbálki eiginlegra leðurblaka. Innan Megachiroptera-ættbálksins eru nú þekktar 173 tegundir.

Sennilega lifa um tvær af hverjum þremur leðurblökutegundum á skordýrum. Langoftast stunda þær veiðar að næturlagi og beita til þess svokallaðri bergmálsmiðun.

Meirihluti allra leðurblökutegunda lifa á skordýrum.

Innan við 8% af leðurblökutegundum heimsins fá næringu sína frá hryggdýrum, annaðhvort með því að éta þau eða sjúga úr þeim blóð. Þessar tegundir er að finna innan undirættbálks eiginlegra leðurblaka. Þumalputtareglan er nokkurn veginn sú að stærri tegundir innan Microchiroptera-undirættbálks lifa á hryggdýrum en minni tegundir á skordýrum.

Alræmdar hryggdýraætur er að finna innan ættanna Phyllostomatidae og Rhinolophidae. Á matseðli þessara tegunda eru dýr eins og fuglar, froskar og smávaxin spendýr svo sem mýs og önnur nagdýr.

Þess má geta að þrjár tegundir eru svokallaðar blóðsugur. Þetta eru smáblöðkur innan ættarinnar Desmodontinae og má lesa meira um þær í svari við spurningunni: Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.2.2009

Spyrjandi

Antonía Helga Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa leðurblökur?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51072.

Jón Már Halldórsson. (2009, 2. febrúar). Á hverju lifa leðurblökur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51072

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa leðurblökur?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51072>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hverju lifa leðurblökur?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem eru hinar eiginlegu leðurblökur, nærast á skordýrum eða hryggdýrum.

Um fjórðungur af rúmlega 1.200 tegundum núlifandi leðurblaka lifa á ávöxtum, fræjum eða safa úr blómum. Þessar ávaxtaætur eru hlutfallslega algengastar þar sem gróðurfar er gisið svo sem á eyðimerkursvæðum. Þó finnast fjölmargar tegundir í þéttu skóglendi við miðbaug. Þessar leðurblökur eru að jafnaði stærri en þær sem tilheyra undirættbálki eiginlegra leðurblaka. Innan Megachiroptera-ættbálksins eru nú þekktar 173 tegundir.

Sennilega lifa um tvær af hverjum þremur leðurblökutegundum á skordýrum. Langoftast stunda þær veiðar að næturlagi og beita til þess svokallaðri bergmálsmiðun.

Meirihluti allra leðurblökutegunda lifa á skordýrum.

Innan við 8% af leðurblökutegundum heimsins fá næringu sína frá hryggdýrum, annaðhvort með því að éta þau eða sjúga úr þeim blóð. Þessar tegundir er að finna innan undirættbálks eiginlegra leðurblaka. Þumalputtareglan er nokkurn veginn sú að stærri tegundir innan Microchiroptera-undirættbálks lifa á hryggdýrum en minni tegundir á skordýrum.

Alræmdar hryggdýraætur er að finna innan ættanna Phyllostomatidae og Rhinolophidae. Á matseðli þessara tegunda eru dýr eins og fuglar, froskar og smávaxin spendýr svo sem mýs og önnur nagdýr.

Þess má geta að þrjár tegundir eru svokallaðar blóðsugur. Þetta eru smáblöðkur innan ættarinnar Desmodontinae og má lesa meira um þær í svari við spurningunni: Getið þið sagt mér frá vampírum, til dæmis leðurblökuvampírum og iglum?

Mynd:...