Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Sigurður Ægisson

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagur Jesú Krists.



Margir hafa þann sið að kveikja á nýju aðventukerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Kertin verða þá fjögur.

Í bókinni Saga daganna, eftir Árna Björnsson, segir:
Jólaföstu verður fyrst vart um miðja 5. öld í Antíokkíu á Sýrlandi og á Norður-Ítalíu en öld seinna í Rómaborg. Misjafnt var í fyrstu hversu löng jólafasta var. Í Gallíu var hún lengi höfð sex vikur og hófst á Marteinsmessu 11. nóvember. Í Róm kom Gregoríus páfi mikli þeirri reglu á um 600 að fastan skyldi hefjast fjórða sunnudag fyrir jól. Sú skipan náði þó ekki verulegri útbreiðslu fyrr en á 11. til 13. öld og var reyndar ekki fyrirskipuð öllum kirkjudeildum fyrr en árið 1570. Þessari reglu er þó fylgt í Kristinna laga þætti Grágásar.

Sumstaðar var upphaf jólaföstu miðað við Andrésmessu 30. nóvember sem reyndar er ætíð í nánd við fjórða sunnudag fyrir jól. Í Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 er einnig svo til orða tekið að jólafasta hefjist þann sunnudag sem næstur er Andrésmessu.

Hvers vegna Gregoríus páfi valdi að hafa fjóra sunnudaga er erfitt að segja til um. Þó má benda á, að þetta var ein af heilögu tölum kirkjunnar, eða eins og segir í bókinni Táknmál trúarinnar, eftir Karl Sigurbjörnsson:
Tala heimsins, höfuðáttirnar, árstíðirnar, höfuðskepnurnar, armar krossins. Guðspjallamennirnir, fljót Paradísar, höfuðdyggðirnar, stóru spámennirnir: Jesaja, Jeremía, Esekíel, Daníel.

Hinar voru (og eru) 3, 7, 12, 40, 70 og 120.

Í Austurkirkjunni hefst aðventan nú á tímum 15. nóvember og er í 40 daga, lýkur 24. desember. Sú tala kemur víða fyrir í Biblíunni (syndaflóðið, eyðimerkurgangan, fasta Móse á Sínaífjalli, fasta Elía, gleðidagarnir eftir páska), en eflaust er þó fyrst og síðast á bak við umrædda hefð tíminn sem Jesús fastaði í óbyggðum Júdeu, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan, eins og greint er frá í 4. kafla Matteusarguðspjalls, 1. kafla Markúsarguðspjalls og 4. kafla Lúkasarguðspjalls.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

9.12.2009

Spyrjandi

Þórey Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Af hverju er aðventan fjórar vikur?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2009. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50564.

Sigurður Ægisson. (2009, 9. desember). Af hverju er aðventan fjórar vikur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50564

Sigurður Ægisson. „Af hverju er aðventan fjórar vikur?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2009. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50564>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er aðventan fjórar vikur?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagur Jesú Krists.



Margir hafa þann sið að kveikja á nýju aðventukerti á hverjum sunnudegi í aðventu. Kertin verða þá fjögur.

Í bókinni Saga daganna, eftir Árna Björnsson, segir:
Jólaföstu verður fyrst vart um miðja 5. öld í Antíokkíu á Sýrlandi og á Norður-Ítalíu en öld seinna í Rómaborg. Misjafnt var í fyrstu hversu löng jólafasta var. Í Gallíu var hún lengi höfð sex vikur og hófst á Marteinsmessu 11. nóvember. Í Róm kom Gregoríus páfi mikli þeirri reglu á um 600 að fastan skyldi hefjast fjórða sunnudag fyrir jól. Sú skipan náði þó ekki verulegri útbreiðslu fyrr en á 11. til 13. öld og var reyndar ekki fyrirskipuð öllum kirkjudeildum fyrr en árið 1570. Þessari reglu er þó fylgt í Kristinna laga þætti Grágásar.

Sumstaðar var upphaf jólaföstu miðað við Andrésmessu 30. nóvember sem reyndar er ætíð í nánd við fjórða sunnudag fyrir jól. Í Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275 er einnig svo til orða tekið að jólafasta hefjist þann sunnudag sem næstur er Andrésmessu.

Hvers vegna Gregoríus páfi valdi að hafa fjóra sunnudaga er erfitt að segja til um. Þó má benda á, að þetta var ein af heilögu tölum kirkjunnar, eða eins og segir í bókinni Táknmál trúarinnar, eftir Karl Sigurbjörnsson:
Tala heimsins, höfuðáttirnar, árstíðirnar, höfuðskepnurnar, armar krossins. Guðspjallamennirnir, fljót Paradísar, höfuðdyggðirnar, stóru spámennirnir: Jesaja, Jeremía, Esekíel, Daníel.

Hinar voru (og eru) 3, 7, 12, 40, 70 og 120.

Í Austurkirkjunni hefst aðventan nú á tímum 15. nóvember og er í 40 daga, lýkur 24. desember. Sú tala kemur víða fyrir í Biblíunni (syndaflóðið, eyðimerkurgangan, fasta Móse á Sínaífjalli, fasta Elía, gleðidagarnir eftir páska), en eflaust er þó fyrst og síðast á bak við umrædda hefð tíminn sem Jesús fastaði í óbyggðum Júdeu, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan, eins og greint er frá í 4. kafla Matteusarguðspjalls, 1. kafla Markúsarguðspjalls og 4. kafla Lúkasarguðspjalls.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: ...