Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. Gyðingurinn Sælokk er reiðubúinn að lána Antóníó 3000 dúkata, vaxtalaust. Eina skilyrðið sem hann setur er að sé lánið ekki greitt á umsömdum degi, fái hann í bætur eitt pund af holdi Antóníós.

Antóníó felst á skilyrðið, enda telur að auðvelt verði að endurgreiða skuldina. Að lokum fer þó svo að hann lendir í vanskilum og Sælokk heimtar þá umsamdar bætur. Í réttarsal í Feneyjum er tekist á um málið og þangað kemur ungur doktor, sem reyndar er auðkonan Portsía í karlmannsgervi. Þegar leikritið var sviðsett af samtímamönnum Shakespeares hefur Portsía verið leikin af karlmanni sem í þessari senu er þá að leika konu sem bregður sér í karlmannsgervi. Portsía reynir að miðla málum en þegar það tekst ekki segir hún að Sælokk beri að fá sitt pund af holdi Antóníós. Þegar Sælokk býst til að skera í skrokk Antóníos, bætir Portsía því við, að hann verði að gæta þess að fá eingöngu eitt pund af holdi, eins og segir í samningnum. Antóníó megi þess vegna ekki blæða eftir skurðinn, umfram þetta eina pund. Ef það gerist þá verði Sælokk sjálfur að deyja og allar eigur hans verði gerðar upptækar.


Leikarinn Al Pacino í hlutverki Sælokks í myndinni Kaupmaður í Feneyjum frá árinu 2004.

Vopnin snúast nú í höndum Sælokks og tilraunir hans til að fá einhverjar bætur fara út um þúfur. Þess í stað fær hann náðarsamlegast að halda lífinu að skipan hertogans í Feneyjum. Ennfremur er ákvarðað að dóttir hans og kristinn tengdasonur muni erfa helming eigna hans og að auki er Sælokk látinn greiða sekt í ríkissjóð. Hann er einnig neyddur til að kasta trú sinni og gerast kristinn.

Leikritið Kaupmaður í Feneyjum (1596-1597) hefur verið túlkað á ýmsa vegu. Fræðimenn hafa bæði fjallað um andgyðingleg viðhorf í verkinu og vinveitt viðhorf til gyðinga, sérstaklega með hliðsjón af frægustu einræðu verksins, þar sem meðal annars segir þetta á frummálinu:
I am a Jew. Hath not a Jew eyes? hath not a Jew hands, organs, dimensions, senses, affections, passions? fed with the same food, hurt with the same weapons, subject to the same diseases, healed by the same means, warmed and cooled by the same winter and summer, as a Christian is? (3.1.)

Snemma á 17. öld voru um 35.000 gyðingar á Ítalíu. Þeir fluttust þangað í nokkrum mæli frá Þýskalandi á 14. og 15. öld og seinna frá Spáni og Portúgal. Gyðingar störfuðu helst við lánaviðskipti, við verslun með notuð föt, sem gullsmiðir og einnig sem læknar. Gyðingar bjuggu iðulega í sérstökum hverfum sem nefndust gettó. Frá og með upphafi 16. aldar var þeim beinlínis skylt að búa í gettóum í ítölskum borgum. Þeim var einnig gert að skera sig úr í klæðaburði, til dæmis með því að bera rauðan eða gulan hatt.

Annað velþekkt leikrit frá sama tíma þar sem gyðingur er í aðalhlutverki er The Jew of Malta (um 1589) eftir Christopher Marlowe.

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Spurning mín er um Shylock, aðalpersónuna í leikriti Shakespeares, Kaupmaður í Feneyjum. Hann var svikinn þegar dómurinn var kveðinn upp en hver var dómurinn nákvæmlega?

Heimildir og mynd:
  • William Shakespere; Kaupmaður í Feneyjum, (þýð. Helgi Hálfdanarson), í Leikrit VI, Mál og menning, Reykjavík, 1991.
  • William Shakespeare, Merchant of Venice
  • J. R. Hale (ritstj.), The Thames and Hudson Dictionary of the Italian Renaissance, Thames and Hudson, London, 1981.
  • IGN.com

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.11.2008

Spyrjandi

Heiðar S. Heiðarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49702.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 5. nóvember). Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49702

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49702>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. Gyðingurinn Sælokk er reiðubúinn að lána Antóníó 3000 dúkata, vaxtalaust. Eina skilyrðið sem hann setur er að sé lánið ekki greitt á umsömdum degi, fái hann í bætur eitt pund af holdi Antóníós.

Antóníó felst á skilyrðið, enda telur að auðvelt verði að endurgreiða skuldina. Að lokum fer þó svo að hann lendir í vanskilum og Sælokk heimtar þá umsamdar bætur. Í réttarsal í Feneyjum er tekist á um málið og þangað kemur ungur doktor, sem reyndar er auðkonan Portsía í karlmannsgervi. Þegar leikritið var sviðsett af samtímamönnum Shakespeares hefur Portsía verið leikin af karlmanni sem í þessari senu er þá að leika konu sem bregður sér í karlmannsgervi. Portsía reynir að miðla málum en þegar það tekst ekki segir hún að Sælokk beri að fá sitt pund af holdi Antóníós. Þegar Sælokk býst til að skera í skrokk Antóníos, bætir Portsía því við, að hann verði að gæta þess að fá eingöngu eitt pund af holdi, eins og segir í samningnum. Antóníó megi þess vegna ekki blæða eftir skurðinn, umfram þetta eina pund. Ef það gerist þá verði Sælokk sjálfur að deyja og allar eigur hans verði gerðar upptækar.


Leikarinn Al Pacino í hlutverki Sælokks í myndinni Kaupmaður í Feneyjum frá árinu 2004.

Vopnin snúast nú í höndum Sælokks og tilraunir hans til að fá einhverjar bætur fara út um þúfur. Þess í stað fær hann náðarsamlegast að halda lífinu að skipan hertogans í Feneyjum. Ennfremur er ákvarðað að dóttir hans og kristinn tengdasonur muni erfa helming eigna hans og að auki er Sælokk látinn greiða sekt í ríkissjóð. Hann er einnig neyddur til að kasta trú sinni og gerast kristinn.

Leikritið Kaupmaður í Feneyjum (1596-1597) hefur verið túlkað á ýmsa vegu. Fræðimenn hafa bæði fjallað um andgyðingleg viðhorf í verkinu og vinveitt viðhorf til gyðinga, sérstaklega með hliðsjón af frægustu einræðu verksins, þar sem meðal annars segir þetta á frummálinu:
I am a Jew. Hath not a Jew eyes? hath not a Jew hands, organs, dimensions, senses, affections, passions? fed with the same food, hurt with the same weapons, subject to the same diseases, healed by the same means, warmed and cooled by the same winter and summer, as a Christian is? (3.1.)

Snemma á 17. öld voru um 35.000 gyðingar á Ítalíu. Þeir fluttust þangað í nokkrum mæli frá Þýskalandi á 14. og 15. öld og seinna frá Spáni og Portúgal. Gyðingar störfuðu helst við lánaviðskipti, við verslun með notuð föt, sem gullsmiðir og einnig sem læknar. Gyðingar bjuggu iðulega í sérstökum hverfum sem nefndust gettó. Frá og með upphafi 16. aldar var þeim beinlínis skylt að búa í gettóum í ítölskum borgum. Þeim var einnig gert að skera sig úr í klæðaburði, til dæmis með því að bera rauðan eða gulan hatt.

Annað velþekkt leikrit frá sama tíma þar sem gyðingur er í aðalhlutverki er The Jew of Malta (um 1589) eftir Christopher Marlowe.

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Spurning mín er um Shylock, aðalpersónuna í leikriti Shakespeares, Kaupmaður í Feneyjum. Hann var svikinn þegar dómurinn var kveðinn upp en hver var dómurinn nákvæmlega?

Heimildir og mynd:
  • William Shakespere; Kaupmaður í Feneyjum, (þýð. Helgi Hálfdanarson), í Leikrit VI, Mál og menning, Reykjavík, 1991.
  • William Shakespeare, Merchant of Venice
  • J. R. Hale (ritstj.), The Thames and Hudson Dictionary of the Italian Renaissance, Thames and Hudson, London, 1981.
  • IGN.com
...