Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um rímur?

JGÞ

Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim.

Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja hana eða hluta hennar í bundnu máli. Á miðöldum sóttu rímnaskáld aðallega efnivið í riddarasögur, fornaldarsögur og ævintýri. Eftir 1600 sækja skáldin einnig efnivið sinn í Íslendingasögur og þýddar almúgabækur. Undir lok 16. aldar komu fyrstu rímurnar fram sem nota samtímaviðburði sem efnivið og þær verða algengar á 18. öld og síðar.

Bragfræði rímna er fjölskrúðug og rímnaskáld hafa lagt mikinn metnað í að finna upp tilbreytni í bragarhætti og rími. Háttaafbrigði rímna skipta þúsundum þegar komið er fram á 19. öld. Þó að tilbrigðin séu afskaplega mörg byggja þau öll á fáum grunnformum. Allir rímnahættir eru stuðlaðir og með endarími. Braglínur eru 2-4 með breytilegri rímskipan. Réttir tvíliðir eru ráðandi en einnig koma fyrir réttir þríliðir. Ferskeytla er elsti og algengasti rímnahátturinn. Þeir sem vilja lesa meira um bragfræði rímna geta kynnt sér Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson.

Svonefndir mansöngvar eru eitt einkenni rímna. Mansöngvarnir eru inngangserindi, ótengd söguefninu. Þar er fjallað um persónuleg mál, hugleiðingar um ástaraunir, tilfinningar og beinir skáldið oftast máli sínu sérstaklega til kvenna.

Ýmis velþekkt skáld hafa ort rímur, til að mynda Hallgrímur Pétursson, Einar Benediktsson, Sigurður Breiðfjörð og Þórarinn Eldjárn, sem orti Disneyrímur árið 1978.

Hægt er að skoða ýmsar rímnabækur á Sagnanetinu.

Heimildir og mynd:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Vésteinn Ólafson (ritstj.), Íslensk bókmenntasaga II., Mál og menning, Reykjavík 1993.

Frekara lesefni:

Höfundur

Útgáfudagur

9.3.2009

Spyrjandi

Laufey Ósk Andrésdóttir, f. 1991

Tilvísun

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um rímur?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48983.

JGÞ. (2009, 9. mars). Hvað getið þið sagt mér um rímur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48983

JGÞ. „Hvað getið þið sagt mér um rímur?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48983>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim.

Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja hana eða hluta hennar í bundnu máli. Á miðöldum sóttu rímnaskáld aðallega efnivið í riddarasögur, fornaldarsögur og ævintýri. Eftir 1600 sækja skáldin einnig efnivið sinn í Íslendingasögur og þýddar almúgabækur. Undir lok 16. aldar komu fyrstu rímurnar fram sem nota samtímaviðburði sem efnivið og þær verða algengar á 18. öld og síðar.

Bragfræði rímna er fjölskrúðug og rímnaskáld hafa lagt mikinn metnað í að finna upp tilbreytni í bragarhætti og rími. Háttaafbrigði rímna skipta þúsundum þegar komið er fram á 19. öld. Þó að tilbrigðin séu afskaplega mörg byggja þau öll á fáum grunnformum. Allir rímnahættir eru stuðlaðir og með endarími. Braglínur eru 2-4 með breytilegri rímskipan. Réttir tvíliðir eru ráðandi en einnig koma fyrir réttir þríliðir. Ferskeytla er elsti og algengasti rímnahátturinn. Þeir sem vilja lesa meira um bragfræði rímna geta kynnt sér Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson.

Svonefndir mansöngvar eru eitt einkenni rímna. Mansöngvarnir eru inngangserindi, ótengd söguefninu. Þar er fjallað um persónuleg mál, hugleiðingar um ástaraunir, tilfinningar og beinir skáldið oftast máli sínu sérstaklega til kvenna.

Ýmis velþekkt skáld hafa ort rímur, til að mynda Hallgrímur Pétursson, Einar Benediktsson, Sigurður Breiðfjörð og Þórarinn Eldjárn, sem orti Disneyrímur árið 1978.

Hægt er að skoða ýmsar rímnabækur á Sagnanetinu.

Heimildir og mynd:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Mál og menning, Reykjavík 1989.
  • Vésteinn Ólafson (ritstj.), Íslensk bókmenntasaga II., Mál og menning, Reykjavík 1993.

Frekara lesefni:...