Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?

Geir Þ. Þórarinsson

Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos hafi áunnið sér aþensk borgararéttindi með málverkum sínum. Þekkt eru heiti nokkurra málverka hans, til dæmis Akkilles í Skýros, Fall Tróju, og Ódysseifur og biðlarnir. Málverkin sjálf eru ekki varðveitt en varðveittar eru lýsingar fornra rithöfunda á þeim til dæmis lýsingar Pásaníasar frá annarri öld.

Apollodóros frá Aþenu, sem var uppi á seinni hluta 5. aldar fyrir okkar tímatal, þróaði aðferð til þess að tákna ljós og skugga, skiagrafia. Hann hafði mikil áhrif á þróun forngrískrar myndlistar. Annar merkur forngrískur myndlistarmaður hét Apelles og var frá Kólofon. Hann var uppi á 4. öld fyrir okkar tímatal. Sagan segir að Alexander mikli hafi ekki leyft neinum að mála sig öðrum en Apellesi. Apelles mun einnig hafa málað Filippos II, föður Alexanders og fleiri. Eitt frægasta málverk hans hét Afródíta að rísa úr sænum en Ágústus keisari mun hafa flutt það verk til Rómar. Líkt og Prótógenes, sem var helsti keppinautur Apellesar, samdi Apelles bók um myndlist.


Hluti af rómverskri fresku frá 1. öld e.Kr. Hugsanlega er hún byggð á málverki Apellesar af Afródítu að rísa úr sænum.

Líkt og aðrir Grikkir öttu grískir myndlistarmenn sífellt kappi hver við annan. Fræg er sagan af Parrhasíosi Efesos og Zeuxisi frá Herakleu sem voru að metast um hvor þeirra væri betri myndlistarmaður. Zeuxis svipti hulunni af málverki sínu og voru berin á myndinni svo raunveruleg að fuglarnir reyndu að borða þau. Þá bað Zeuxis Parrhasíos að svipta hulunni af málverki sínu en hann svaraði um hæl að hulan væri málverkið. Zeuxis tókst því að blekkja fuglana en Parrhasíosi tókst að blekkja Zeuxis.

Aristóteles hafði ekki eins miklar mætur á Zeuxis og Pólýgnótosi. Sagan segir að Zeuxis hafi dáið úr hlátri eftir að hafa málað mynd af gamalli konu sem vildi sjálf sitja fyrir sem Afródíta. Parrhasíos var á hinn bóginn talinn með þeim allra bestu.

Nöfn margra myndlistarmanna og heiti margra verka þeirra eru þekkt. Meðal þekktra nafna eru nokkur nöfn kvenna, til dæmis Eirena, Alkisþena og Tímareta. Þrælar fengu hins vegar ekki að stunda myndlist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

27.2.2009

Spyrjandi

Kristinn Ingi Austmar Guðnason

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist? “ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2009. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48799.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 27. febrúar). Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48799

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist? “ Vísindavefurinn. 27. feb. 2009. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48799>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða augum litu Forn-Grikkir myndlist?
Svo virðist sem forngrískir myndlistarmenn hafi verið í miklum metum, að minnsta kosti þeir sem sýndu mikla hæfileika. Frægastur allra forngrískra myndlistarmanna er án efa Pólýgnótos frá Þasos sem var uppi á 5. öld fyrir okkar tímatal. Hann var vinur aþenska stjórnmálamannsins Kímons. Sagan segir að Pólýgnótos hafi áunnið sér aþensk borgararéttindi með málverkum sínum. Þekkt eru heiti nokkurra málverka hans, til dæmis Akkilles í Skýros, Fall Tróju, og Ódysseifur og biðlarnir. Málverkin sjálf eru ekki varðveitt en varðveittar eru lýsingar fornra rithöfunda á þeim til dæmis lýsingar Pásaníasar frá annarri öld.

Apollodóros frá Aþenu, sem var uppi á seinni hluta 5. aldar fyrir okkar tímatal, þróaði aðferð til þess að tákna ljós og skugga, skiagrafia. Hann hafði mikil áhrif á þróun forngrískrar myndlistar. Annar merkur forngrískur myndlistarmaður hét Apelles og var frá Kólofon. Hann var uppi á 4. öld fyrir okkar tímatal. Sagan segir að Alexander mikli hafi ekki leyft neinum að mála sig öðrum en Apellesi. Apelles mun einnig hafa málað Filippos II, föður Alexanders og fleiri. Eitt frægasta málverk hans hét Afródíta að rísa úr sænum en Ágústus keisari mun hafa flutt það verk til Rómar. Líkt og Prótógenes, sem var helsti keppinautur Apellesar, samdi Apelles bók um myndlist.


Hluti af rómverskri fresku frá 1. öld e.Kr. Hugsanlega er hún byggð á málverki Apellesar af Afródítu að rísa úr sænum.

Líkt og aðrir Grikkir öttu grískir myndlistarmenn sífellt kappi hver við annan. Fræg er sagan af Parrhasíosi Efesos og Zeuxisi frá Herakleu sem voru að metast um hvor þeirra væri betri myndlistarmaður. Zeuxis svipti hulunni af málverki sínu og voru berin á myndinni svo raunveruleg að fuglarnir reyndu að borða þau. Þá bað Zeuxis Parrhasíos að svipta hulunni af málverki sínu en hann svaraði um hæl að hulan væri málverkið. Zeuxis tókst því að blekkja fuglana en Parrhasíosi tókst að blekkja Zeuxis.

Aristóteles hafði ekki eins miklar mætur á Zeuxis og Pólýgnótosi. Sagan segir að Zeuxis hafi dáið úr hlátri eftir að hafa málað mynd af gamalli konu sem vildi sjálf sitja fyrir sem Afródíta. Parrhasíos var á hinn bóginn talinn með þeim allra bestu.

Nöfn margra myndlistarmanna og heiti margra verka þeirra eru þekkt. Meðal þekktra nafna eru nokkur nöfn kvenna, til dæmis Eirena, Alkisþena og Tímareta. Þrælar fengu hins vegar ekki að stunda myndlist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...