Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Sigurður Steinþórsson

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur.

Eiginlegt berg finnst hvergi á yfirborði Danmerkur nema á Borgundarhólmi, sem jarðfræðilega er syðsti hluti Skandinavíu. Þungi ísaldarjökulsins þrýsti landinu niður og þegar jöklarnir hopuðu loks fyrir 10.000 árum var mestur hluti Danmerkur neðansjávar, en síðan reis landið smám saman úr sæ.



Landslag í Danmörku er mjög mótað af jöklum ísaldar og þar finnst ekkert eiginlegt berg á yfirborði.

Hæstu hólar Danmerkur (173 m) eru á Jótlandi – það eru jökulgarðar sem hlóðust upp þegar hinn hopandi jökull var kyrrstæður eða sótti fram um stund. Láglendi Rangárvallasýslu er dæmi um landsvæði sem myndað er á sama hátt og Danmörk.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: NASA: The Visible Earth. Sótt 28. 10. 2008.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

29.10.2008

Spyrjandi

María, f. 1995, 5. VRG Álfhólsskóli

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?“ Vísindavefurinn, 29. október 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48768.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 29. október). Af hverju eru engin fjöll í Danmörku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48768

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48768>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?
Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur.

Eiginlegt berg finnst hvergi á yfirborði Danmerkur nema á Borgundarhólmi, sem jarðfræðilega er syðsti hluti Skandinavíu. Þungi ísaldarjökulsins þrýsti landinu niður og þegar jöklarnir hopuðu loks fyrir 10.000 árum var mestur hluti Danmerkur neðansjávar, en síðan reis landið smám saman úr sæ.



Landslag í Danmörku er mjög mótað af jöklum ísaldar og þar finnst ekkert eiginlegt berg á yfirborði.

Hæstu hólar Danmerkur (173 m) eru á Jótlandi – það eru jökulgarðar sem hlóðust upp þegar hinn hopandi jökull var kyrrstæður eða sótti fram um stund. Láglendi Rangárvallasýslu er dæmi um landsvæði sem myndað er á sama hátt og Danmörk.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: NASA: The Visible Earth. Sótt 28. 10. 2008. ...