Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?

Ari Ólafsson

Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ljós sem hefur lengstu öldulengdina, samanber liti regnbogans. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum á þessu bili í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós.

Staðsetning sýnilega bilsins á öldulengdarkvarðanum er nátengt ísogseiginleikum vatns, sem er meira og minna gegnsætt á þessu bili, en víðast ógegnsætt utan þess. Augun eru að stærstum hluta vatn, svo ljósnæmni utan sýnilega bilsins þjónar litlum tilgangi.



Í augunum okkar eru þrjár tegundir keilna sem hver um sig nemur ljós á ákveðnu öldulengdarbili; ein nemur mest blátt ljós (B), önnur grænt (G) og sú þriðja rautt (R)

En ljós nær almennt yfir miklu stærra öldulengdarbil. Við verðum vör við ljós með öldulengdir sem eru stærri en 700 nm sem varmageislun frá heitum hlutum, til dæmis heitum bakaraofni. Húðin á þeim líkamshluta okkar sem snýr að heita hlutnum drekkur þessa varmageislun í sig og hitnar. Ljós af þessu tagi hefur fengið litanafn og kallast "innrautt" Tilsvarandi gildir um geislun með öldulengdir sem eru styttri en 400 nm. Hún kallast "útfjólublá" og veldur efnahvörfum í húð okkar sem leiða til sólbrúnku eða sólbruna. Styrkur þessarar geislunar í sólarljósinu sem nær niður til jarðar ræðst af styrk ósons í háloftunum og skýjafari í neðri loftlögum.

Litaskynjun okkar mannanna er í heilanum, sem ber saman svörun þriggja tegunda ljósnema (kallaðir keilur) í augnbotninum, með næmnibil á mismunandi stöðum á öldulengdarkvarðanum. Ein tegundin svarar mest bláu ljósi, önnur grænu og sú þriðja rauðu. Svörunarbilin skarast þó eitthvað. Aðrar dýrategundir geta haft annan fjölda ljósnemategunda, ýmist fleiri eða færri, og næmnibilið eitthvað breytilegt. Hunangsflugur eru taldar sjá styttra út eftir rauða endanum á öldulengdarkvarðanum en lengra út í útfjólublátt en við mennirnir og sjá þannig liti sem við skynjum ekki. Stutta svarið við spurningunni er því já!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.10.2010

Spyrjandi

Hrannar Pétur Bergsveinsson

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?“ Vísindavefurinn, 8. október 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48657.

Ari Ólafsson. (2010, 8. október). Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48657

Ari Ólafsson. „Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?
Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ljós sem hefur lengstu öldulengdina, samanber liti regnbogans. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum á þessu bili í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljós.

Staðsetning sýnilega bilsins á öldulengdarkvarðanum er nátengt ísogseiginleikum vatns, sem er meira og minna gegnsætt á þessu bili, en víðast ógegnsætt utan þess. Augun eru að stærstum hluta vatn, svo ljósnæmni utan sýnilega bilsins þjónar litlum tilgangi.



Í augunum okkar eru þrjár tegundir keilna sem hver um sig nemur ljós á ákveðnu öldulengdarbili; ein nemur mest blátt ljós (B), önnur grænt (G) og sú þriðja rautt (R)

En ljós nær almennt yfir miklu stærra öldulengdarbil. Við verðum vör við ljós með öldulengdir sem eru stærri en 700 nm sem varmageislun frá heitum hlutum, til dæmis heitum bakaraofni. Húðin á þeim líkamshluta okkar sem snýr að heita hlutnum drekkur þessa varmageislun í sig og hitnar. Ljós af þessu tagi hefur fengið litanafn og kallast "innrautt" Tilsvarandi gildir um geislun með öldulengdir sem eru styttri en 400 nm. Hún kallast "útfjólublá" og veldur efnahvörfum í húð okkar sem leiða til sólbrúnku eða sólbruna. Styrkur þessarar geislunar í sólarljósinu sem nær niður til jarðar ræðst af styrk ósons í háloftunum og skýjafari í neðri loftlögum.

Litaskynjun okkar mannanna er í heilanum, sem ber saman svörun þriggja tegunda ljósnema (kallaðir keilur) í augnbotninum, með næmnibil á mismunandi stöðum á öldulengdarkvarðanum. Ein tegundin svarar mest bláu ljósi, önnur grænu og sú þriðja rauðu. Svörunarbilin skarast þó eitthvað. Aðrar dýrategundir geta haft annan fjölda ljósnemategunda, ýmist fleiri eða færri, og næmnibilið eitthvað breytilegt. Hunangsflugur eru taldar sjá styttra út eftir rauða endanum á öldulengdarkvarðanum en lengra út í útfjólublátt en við mennirnir og sjá þannig liti sem við skynjum ekki. Stutta svarið við spurningunni er því já!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Myndir:...