Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Sigurður Steinþórsson

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hryggurinn sjálfur — Ísland er dæmi um það.



Miðhafshryggjakerfið sést hér eins og dökkir saumar á hafsbotninum.

Mið-Atlantshafshryggurinn nær frá Gakkel-hrygg í norðri (um 82°N 0°A) til Bouvet-eyjar í suðri (54°26’S 3°24’E) – þetta eru um 134,5° eftir N-S stórbaug þannig að fjarlægðin er ummál jarðar (2 π R) x hlutfallið af heilum hring (134,5 / 360) = 2 x π x 6378 km x 134,5/360 = 14.972 km.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mid-Ocean Ridges á Water Encyclopedia. Sótt 16. 10. 2008.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

16.10.2008

Spyrjandi

Eyþór Heiðberg

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?“ Vísindavefurinn, 16. október 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48443.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 16. október). Hvað er Atlantshafshryggurinn langur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48443

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48443>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?
Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hryggurinn sjálfur — Ísland er dæmi um það.



Miðhafshryggjakerfið sést hér eins og dökkir saumar á hafsbotninum.

Mið-Atlantshafshryggurinn nær frá Gakkel-hrygg í norðri (um 82°N 0°A) til Bouvet-eyjar í suðri (54°26’S 3°24’E) – þetta eru um 134,5° eftir N-S stórbaug þannig að fjarlægðin er ummál jarðar (2 π R) x hlutfallið af heilum hring (134,5 / 360) = 2 x π x 6378 km x 134,5/360 = 14.972 km.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mid-Ocean Ridges á Water Encyclopedia. Sótt 16. 10. 2008....