Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?

Kristján Valur Ingólfsson

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:
Hvernig snýr lík í gröfinni?

Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur snúa austur og vestur. Það er meginregla í kristninni. Gengið er inn um dyr á vesturvegg en altarið stendur á upphækkun við austurgafl.

Stjarnan í Betlehem sem kunngjörði fæðingu Jesú Krists, sást í austri:
Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns hana bar þar yfir, sem barnið var. Mt.2.9.

Kristur rís upp frá dauðum á þriðja degi með páskasól. Hver sólarupprás minnir á upprisuna.

Jesús steig upp til himna á Olíufjallinu fyrir austan Jerúsalem og hann mun koma aftur:
Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins Mt.24.27.

Austrið er með hinni rísandi sól tákn lífsins og fæðingarinnar, en vestrið minnir með hnígandi sól á dauðann.

Söfnuðurinn horfir til austurs við helgiathafnir sínar og væntir þess að Kristur komi aftur í dýrð við endi aldanna, eins og hin rísandi sól.

Þegar látinn er lagður til hvíldar í helgum reit snýr kistan austur og vestur, fótagafl til austurs og höfðalag til vesturs. Hugsunin er sú að hinn látni megi horfa til austurs í von upprisunnar.

Altarið, borð Drottins, er tákn nærveru hans. Það stendur því við austurgafl kirkjuhússins.

Þegar komið er inn í kirkjuna er horft þangað inn um dyrnar í vestri. Dyrnar minna á Krist.

Jesús sagði: "Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast." (Jh.10.9)

Þetta er meginreglan. Það er hinsvegar hvorki skylda né lögmál að kirkjur snúi austur og vestur. Þannig er og um fleira í siðum og venjum kirkjunnar, að annarsvegar er meginreglan og hinsvegar ýmisleg nauðsynleg frávik frá henni. Sumt getur beinlínis krafist þess að kirkjur snúi ekki austur og vestur, bæði landslag og skipulag, sérstaklega í borgum og bæjum. Ekkert er við það að athuga. En allt frá 6. öld hefur áherslan á austur og vestur verið ríkjandi meginregla í kirkjubyggingum. Hið sama gildir um það hvernig grafir snúa í kirkjugörðum. Það er því engin ástæða til að breyta þessari reglu að tilefnislausu.

Margt fleira í venjum og siðum kirkjunnar en hér hefur verið nefnt tekur mið af höfuðáttunum og af því hvað er til vinstri og til hægri. Um það mætti skrifa langt mál í annan tíma.


Mynd af kirkjugarði: Wrongful Death Attorneys and Lawyers

Mynd af stjörnu Betlehem: The University of Sheffield

Mynd af upprisu Krists: Web Gallery of Art

Mynd af Skálholtskirkju: Stories on the Road

Höfundur

lektor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.5.2003

Spyrjandi

Sæunn Eðvarðsdóttir

Tilvísun

Kristján Valur Ingólfsson. „Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3425.

Kristján Valur Ingólfsson. (2003, 16. maí). Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3425

Kristján Valur Ingólfsson. „Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:

Hvernig snýr lík í gröfinni?

Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur snúa austur og vestur. Það er meginregla í kristninni. Gengið er inn um dyr á vesturvegg en altarið stendur á upphækkun við austurgafl.

Stjarnan í Betlehem sem kunngjörði fæðingu Jesú Krists, sást í austri:
Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns hana bar þar yfir, sem barnið var. Mt.2.9.

Kristur rís upp frá dauðum á þriðja degi með páskasól. Hver sólarupprás minnir á upprisuna.

Jesús steig upp til himna á Olíufjallinu fyrir austan Jerúsalem og hann mun koma aftur:
Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins Mt.24.27.

Austrið er með hinni rísandi sól tákn lífsins og fæðingarinnar, en vestrið minnir með hnígandi sól á dauðann.

Söfnuðurinn horfir til austurs við helgiathafnir sínar og væntir þess að Kristur komi aftur í dýrð við endi aldanna, eins og hin rísandi sól.

Þegar látinn er lagður til hvíldar í helgum reit snýr kistan austur og vestur, fótagafl til austurs og höfðalag til vesturs. Hugsunin er sú að hinn látni megi horfa til austurs í von upprisunnar.

Altarið, borð Drottins, er tákn nærveru hans. Það stendur því við austurgafl kirkjuhússins.

Þegar komið er inn í kirkjuna er horft þangað inn um dyrnar í vestri. Dyrnar minna á Krist.

Jesús sagði: "Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast." (Jh.10.9)

Þetta er meginreglan. Það er hinsvegar hvorki skylda né lögmál að kirkjur snúi austur og vestur. Þannig er og um fleira í siðum og venjum kirkjunnar, að annarsvegar er meginreglan og hinsvegar ýmisleg nauðsynleg frávik frá henni. Sumt getur beinlínis krafist þess að kirkjur snúi ekki austur og vestur, bæði landslag og skipulag, sérstaklega í borgum og bæjum. Ekkert er við það að athuga. En allt frá 6. öld hefur áherslan á austur og vestur verið ríkjandi meginregla í kirkjubyggingum. Hið sama gildir um það hvernig grafir snúa í kirkjugörðum. Það er því engin ástæða til að breyta þessari reglu að tilefnislausu.

Margt fleira í venjum og siðum kirkjunnar en hér hefur verið nefnt tekur mið af höfuðáttunum og af því hvað er til vinstri og til hægri. Um það mætti skrifa langt mál í annan tíma.


Mynd af kirkjugarði: Wrongful Death Attorneys and Lawyers

Mynd af stjörnu Betlehem: The University of Sheffield

Mynd af upprisu Krists: Web Gallery of Art

Mynd af Skálholtskirkju: Stories on the Road...