Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Unnar Árnason

Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. Lítið annað er um þetta mótorhjól vitað og af því er engin mynd til.




Fyrsti bíllinn á Íslandi, sem kenndur er við Ditlev Thomsen, kaupmann og konsúl, var fransk-þýskur af svonefndri Cudell-gerð. Alþingi samþykkti árið 1903 að veita 2.000 kr. styrk til að flytja inn bifreið og taldi ráðlegast að einkaaðili stæði fyrir því. Thomsen kaupmaður varð fyrir valinu og sá hann um rekstur bifreiðarinnar. Thomsensbíllinn var smíðaður árið 1900 eða 1901 og var eiginlega orðinn úreltur þegar hann kom til landsins, í raun aðeins hestakerra með vél aftur í. Áðurnefndur Þorkell Þ. Clementz varð fyrsti bílstjóri Íslendinga, hann kenndi Tómasi Jónssyni að aka og saman ferðuðust þeir um takmarkaða vegi landsins, meðal annars til Eyrarbakka.

Thomsensbíllinn varð líka fyrsti leigubíll landsins. Menn gátu til dæmis keypt ferðir niður Bakarabrekku og í Austurstræti á 25 aura, að því tilskildu að þeir ýttu bifreiðinni fyrst upp brekkuna! Þorkell ætlaði sér að keppa við Thomsensbílinn og mótorhjólin hans höfðu hraðann framyfir, eins og lesa má í auglýsingu í blaðinu Reykjavík, 15. júlí 1905: „Bifhjól eru til sölu. Þau eru svo fljót í ferðum að farið hefur verið á þeim á 19 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.“




Þess ber að geta að mótorhjólið er aðeins eldri uppfinning en bíllinn ef miðað er við farartæki knúin sprengihreyfli sem gengur fyrir bensíni. Gottlieb Daimler (1834-1900) smíðaði tveggja hjóla vélhjól árið 1885 og Karl Friedrich Benz (1844-1929) vélknúið þríhjól sama ár. Heimildum ber ekki saman um hvort hvor þeirra smíðaði fyrstu bensínbifreiðina á fjórum hjólum, sums staðar segir að þeir tveir hafi gert það hvor í sínu lagi og aldrei hist, en í Íslenskri alfræðiorðabók stendur að þeir hafi unnið saman að þessum fyrsta bíl árið 1887! Árið 1886 er oft talið marka upphaf bílsins og mótorhjól Daimlers er því að minnsta kosti ári eldra. Það var byggt á viðargrind venjulegs reiðhjóls með járnbent hjól eins og þá tíðkuðust á reiðhjólum. Þau voru gjarnan kölluð „beinbrjótar“, svo óþægileg þóttu þau og líkleg til að kasta reiðhjólamanninum af sér.

Höfundur þakkar þeim Njáli Gunnlaugssyni, blaðamanni á DV, og Erni Sigurðssyni, formanni Fornbílaklúbbsins, fyrir mikilvægar upplýsingar.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

17.3.2003

Spyrjandi

Ásgrímur Þórhallsson, f. 1984

Tilvísun

Unnar Árnason. „Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens? “ Vísindavefurinn, 17. mars 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3245.

Unnar Árnason. (2003, 17. mars). Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3245

Unnar Árnason. „Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens? “ Vísindavefurinn. 17. mar. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?
Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. Lítið annað er um þetta mótorhjól vitað og af því er engin mynd til.




Fyrsti bíllinn á Íslandi, sem kenndur er við Ditlev Thomsen, kaupmann og konsúl, var fransk-þýskur af svonefndri Cudell-gerð. Alþingi samþykkti árið 1903 að veita 2.000 kr. styrk til að flytja inn bifreið og taldi ráðlegast að einkaaðili stæði fyrir því. Thomsen kaupmaður varð fyrir valinu og sá hann um rekstur bifreiðarinnar. Thomsensbíllinn var smíðaður árið 1900 eða 1901 og var eiginlega orðinn úreltur þegar hann kom til landsins, í raun aðeins hestakerra með vél aftur í. Áðurnefndur Þorkell Þ. Clementz varð fyrsti bílstjóri Íslendinga, hann kenndi Tómasi Jónssyni að aka og saman ferðuðust þeir um takmarkaða vegi landsins, meðal annars til Eyrarbakka.

Thomsensbíllinn varð líka fyrsti leigubíll landsins. Menn gátu til dæmis keypt ferðir niður Bakarabrekku og í Austurstræti á 25 aura, að því tilskildu að þeir ýttu bifreiðinni fyrst upp brekkuna! Þorkell ætlaði sér að keppa við Thomsensbílinn og mótorhjólin hans höfðu hraðann framyfir, eins og lesa má í auglýsingu í blaðinu Reykjavík, 15. júlí 1905: „Bifhjól eru til sölu. Þau eru svo fljót í ferðum að farið hefur verið á þeim á 19 mínútum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.“




Þess ber að geta að mótorhjólið er aðeins eldri uppfinning en bíllinn ef miðað er við farartæki knúin sprengihreyfli sem gengur fyrir bensíni. Gottlieb Daimler (1834-1900) smíðaði tveggja hjóla vélhjól árið 1885 og Karl Friedrich Benz (1844-1929) vélknúið þríhjól sama ár. Heimildum ber ekki saman um hvort hvor þeirra smíðaði fyrstu bensínbifreiðina á fjórum hjólum, sums staðar segir að þeir tveir hafi gert það hvor í sínu lagi og aldrei hist, en í Íslenskri alfræðiorðabók stendur að þeir hafi unnið saman að þessum fyrsta bíl árið 1887! Árið 1886 er oft talið marka upphaf bílsins og mótorhjól Daimlers er því að minnsta kosti ári eldra. Það var byggt á viðargrind venjulegs reiðhjóls með járnbent hjól eins og þá tíðkuðust á reiðhjólum. Þau voru gjarnan kölluð „beinbrjótar“, svo óþægileg þóttu þau og líkleg til að kasta reiðhjólamanninum af sér.

Höfundur þakkar þeim Njáli Gunnlaugssyni, blaðamanni á DV, og Erni Sigurðssyni, formanni Fornbílaklúbbsins, fyrir mikilvægar upplýsingar.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimildir og myndir:...