Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?

Brynjar Steinn Haraldsson, Geirmundur Ingi Eiríksson og Magnþór Breki Ragnarsson

Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má sjá Astekakonur þiggja blóm og „reykrör“ en myndin er frá 16. öld.

Evrópumenn kynntust fyrst tóbaki þegar þeir sigldu til Ameríku á 16. öld. Vindlar bárust til Evrópu með Spánverjum og voru þeir lúxusvarningur fyrir ríka fólkið. Ekki er hægt að segja með vissu hvenær sígaretturnar urðu til en ein heimild rekur þær til betlara í Sevilla á Spáni snemma á 16. öld. Þeir komust upp á lag með að safna vindlastubbum, tæta þá niður og rúlla tóbakinu inn í pappír. Hugsanlega voru þetta fyrstu sígaretturnar.

Sígarettur, eins og annað tóbak, eru mjög skaðlegar heilsu manna. Talið er að um 1,3 milljarður manna reyki í heiminum og að árlega deyi um það bil 4,9 milljónir manna af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingum. Um þetta má lesa meira í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Elsta heimild um orðið sígarettur á íslensku er frá miðbiki 19. aldar og er að finna í ritsafni Benedikts Gröndals.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Fleiri spyrjendur:
Marinó Ingi Eyþórsson, Auður Edda, Sigurlína Erla.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.6.2011

Spyrjandi

Bjarni Barkarson, Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir, Ásbjörn Þorsteinsson, f. 1994, o.fl.

Tilvísun

Brynjar Steinn Haraldsson, Geirmundur Ingi Eiríksson og Magnþór Breki Ragnarsson. „Hver fann upp sígarettuna og hvenær?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30892.

Brynjar Steinn Haraldsson, Geirmundur Ingi Eiríksson og Magnþór Breki Ragnarsson. (2011, 9. júní). Hver fann upp sígarettuna og hvenær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30892

Brynjar Steinn Haraldsson, Geirmundur Ingi Eiríksson og Magnþór Breki Ragnarsson. „Hver fann upp sígarettuna og hvenær?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30892>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má sjá Astekakonur þiggja blóm og „reykrör“ en myndin er frá 16. öld.

Evrópumenn kynntust fyrst tóbaki þegar þeir sigldu til Ameríku á 16. öld. Vindlar bárust til Evrópu með Spánverjum og voru þeir lúxusvarningur fyrir ríka fólkið. Ekki er hægt að segja með vissu hvenær sígaretturnar urðu til en ein heimild rekur þær til betlara í Sevilla á Spáni snemma á 16. öld. Þeir komust upp á lag með að safna vindlastubbum, tæta þá niður og rúlla tóbakinu inn í pappír. Hugsanlega voru þetta fyrstu sígaretturnar.

Sígarettur, eins og annað tóbak, eru mjög skaðlegar heilsu manna. Talið er að um 1,3 milljarður manna reyki í heiminum og að árlega deyi um það bil 4,9 milljónir manna af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingum. Um þetta má lesa meira í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Elsta heimild um orðið sígarettur á íslensku er frá miðbiki 19. aldar og er að finna í ritsafni Benedikts Gröndals.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:

Fleiri spyrjendur:
Marinó Ingi Eyþórsson, Auður Edda, Sigurlína Erla.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...