Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?

Eyþór Máni Steinarsson, Nói Tumas Ólafsson og Tómas Helgi Kristjánsson

Eins og kemur fram í svarinu: Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? eru 118 frumefni þekkt í dag og hafa 94 þeirra fundist í náttúrunni í mismiklu magni en frumefni 95-118 hafa aðeins myndast í kjölfar kjarnasamruna í eindahröðlum.

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni og það næstalgengasta er helín. Hér má sjá töflu yfir algengustu frumefnin í vetrarbrautinni og massahlutföll þeirra:

Frumefni: Massaeiningar af hverjum milljón:
Vetni (H) 739.000
Helín (He) 240.000
Súrefni (O) 10.400
Kolefni (C) 4.600
Neon (Ne) 1.340
Járn (Fe) 1.090
Nitur (N) 960
Kísill (Si) 650
Magnesín (Mg) 580
Brennisteinn (S) 440

Allir sjáanlegir hlutir sem finnast í alheiminum, svo sem stjörnur, reikistjörnur og lífverur, eru samsettir úr frumefnum. Þó gefa athuganir til kynna að aðeins um 4,6% alheimsins sé gerður úr sjáanlegu efni (frumefnum) og restin samanstandi af hulduorku (72%, e. dark energy) og hulduefni (23%, e. dark matter).

Jörðin er að mestu leyti gerð úr:

Algengustu frumefnin í andrúmslofti jarðar eru nitur og súrefni en yfir 95% af andrúmsloftinu er aðeins gert úr þessum tveimur frumefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.6.2011

Spyrjandi

Leifur Geir Stefánsson, f. 1995

Tilvísun

Eyþór Máni Steinarsson, Nói Tumas Ólafsson og Tómas Helgi Kristjánsson. „Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30809.

Eyþór Máni Steinarsson, Nói Tumas Ólafsson og Tómas Helgi Kristjánsson. (2011, 10. júní). Hver eru algengustu frumefnin í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30809

Eyþór Máni Steinarsson, Nói Tumas Ólafsson og Tómas Helgi Kristjánsson. „Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30809>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru algengustu frumefnin í heiminum?
Eins og kemur fram í svarinu: Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? eru 118 frumefni þekkt í dag og hafa 94 þeirra fundist í náttúrunni í mismiklu magni en frumefni 95-118 hafa aðeins myndast í kjölfar kjarnasamruna í eindahröðlum.

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni og það næstalgengasta er helín. Hér má sjá töflu yfir algengustu frumefnin í vetrarbrautinni og massahlutföll þeirra:

Frumefni: Massaeiningar af hverjum milljón:
Vetni (H) 739.000
Helín (He) 240.000
Súrefni (O) 10.400
Kolefni (C) 4.600
Neon (Ne) 1.340
Járn (Fe) 1.090
Nitur (N) 960
Kísill (Si) 650
Magnesín (Mg) 580
Brennisteinn (S) 440

Allir sjáanlegir hlutir sem finnast í alheiminum, svo sem stjörnur, reikistjörnur og lífverur, eru samsettir úr frumefnum. Þó gefa athuganir til kynna að aðeins um 4,6% alheimsins sé gerður úr sjáanlegu efni (frumefnum) og restin samanstandi af hulduorku (72%, e. dark energy) og hulduefni (23%, e. dark matter).

Jörðin er að mestu leyti gerð úr:

Algengustu frumefnin í andrúmslofti jarðar eru nitur og súrefni en yfir 95% af andrúmsloftinu er aðeins gert úr þessum tveimur frumefnum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...