Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?

JGÞ

Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn.
Af þessu leiðir að það er auðveldara að vaska upp diska, hnífapör og annað með heitu vatni heldur en köldu. Ástæðan er sú að sameindirnar í heitu vatni hafa meiri hraða og hreyfiorku og koma því einnig efniseindum í matarleifunum á meiri hreyfingu. Þær losna þess vegna frekar af disknum eða hnífapörunum. Almennt leysir heitt vatn upp meira af efnum en kalt og má til dæmis oft sjá merki þess þegar uppleyst efni falla út úr vatni við kólnun.

Þetta geta allir sannreynt, til dæmis með því að taka kerti og láta töluvert af vaxi renna niður á súpuskál. Þegar vaxið hefur kólnað og harðnað geta menn svo prófað að þrífa það af, fyrst með köldu vatni og svo með heitu vatni. Kalda vatnið mun ekki leysa vaxið upp en að vísu gæti farið svo að við værum heppin og vaxið brotni af súpuskálinni í heilu lagi, sérstaklega ef yfirborð skálarinnar er mjög slétt. En heita vatnið mun koma efniseindum í vaxinu af stað og smám saman mun það bráðna og renna úr súpuskálinni.

Í matarleifum er oft talsvert af fitu, ekki síst dýrafitu sem er hörð við stofuhita en linast og bráðnar við meiri hita. Það er greinilega auðveldara að þvo þessa fitu af matarílátum og áhöldum með heitu vatni en köldu. Allir sem hafa reynt að þvo þessa fitu af með köldu vatni, til dæmis vegna skorts á heitu vatni, munu kannast við erfiðleikana sem því fylgja.

Að sama skapi er auðveldara að losa stíflur í vöskum eða baðkari með því að láta fyrst heitt vatn renna á það sem veldur stíflunni og nota síðan drullusokk en um hann er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig verkar drullusokkur? Heita vatnið getur nefnilega hjálpað til við að leysa upp það sem veldur stíflunni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

3.12.2008

Spyrjandi

Ingvi Hrannar Ómarsson
Magnús Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30289.

JGÞ. (2008, 3. desember). Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30289

JGÞ. „Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er betra að vaska upp úr heitu vatni en köldu?
Grundvallarsvarið við þessari spurningu kemur í raun fram í stuttu svari við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? en þar segir meðal annars þetta:

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn.
Af þessu leiðir að það er auðveldara að vaska upp diska, hnífapör og annað með heitu vatni heldur en köldu. Ástæðan er sú að sameindirnar í heitu vatni hafa meiri hraða og hreyfiorku og koma því einnig efniseindum í matarleifunum á meiri hreyfingu. Þær losna þess vegna frekar af disknum eða hnífapörunum. Almennt leysir heitt vatn upp meira af efnum en kalt og má til dæmis oft sjá merki þess þegar uppleyst efni falla út úr vatni við kólnun.

Þetta geta allir sannreynt, til dæmis með því að taka kerti og láta töluvert af vaxi renna niður á súpuskál. Þegar vaxið hefur kólnað og harðnað geta menn svo prófað að þrífa það af, fyrst með köldu vatni og svo með heitu vatni. Kalda vatnið mun ekki leysa vaxið upp en að vísu gæti farið svo að við værum heppin og vaxið brotni af súpuskálinni í heilu lagi, sérstaklega ef yfirborð skálarinnar er mjög slétt. En heita vatnið mun koma efniseindum í vaxinu af stað og smám saman mun það bráðna og renna úr súpuskálinni.

Í matarleifum er oft talsvert af fitu, ekki síst dýrafitu sem er hörð við stofuhita en linast og bráðnar við meiri hita. Það er greinilega auðveldara að þvo þessa fitu af matarílátum og áhöldum með heitu vatni en köldu. Allir sem hafa reynt að þvo þessa fitu af með köldu vatni, til dæmis vegna skorts á heitu vatni, munu kannast við erfiðleikana sem því fylgja.

Að sama skapi er auðveldara að losa stíflur í vöskum eða baðkari með því að láta fyrst heitt vatn renna á það sem veldur stíflunni og nota síðan drullusokk en um hann er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig verkar drullusokkur? Heita vatnið getur nefnilega hjálpað til við að leysa upp það sem veldur stíflunni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...