Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig er lífið eftir ragnarök?

JGÞ

Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna.


Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötrum og „fer með gapanda munn og er hinn efri kjaftur við himni en hinn neðri við jörðu“ (Gylfaginning).

Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju? segir þetta:
Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.

Eftir ragnarök rís jörðin upp í annað sinn, betri en fyrr. Í Völuspá segir að þá muni ósánir akrar vaxa og böl mun batna. Æsir koma aftur saman eftir ragnarök og finna gulltöflur í grasi sem þeir höfðu átt. Ný kynslóð manna vex upp á ný af þeim Líf og Leifþrasi sem lifa ragnarök af. Eins kemur dóttir sólarinnar í stað móður sinnar.

Heimildir:

Mynd:
  • Mynd: Úr Löngu-Eddu, AM 738 4to, bl. 43v, pappírshandriti frá s.hl. 17. aldar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

23.3.2009

Spyrjandi

Ásdís Hanna Bergvinsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig er lífið eftir ragnarök?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29207.

JGÞ. (2009, 23. mars). Hvernig er lífið eftir ragnarök? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29207

JGÞ. „Hvernig er lífið eftir ragnarök?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29207>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er lífið eftir ragnarök?
Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna.


Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötrum og „fer með gapanda munn og er hinn efri kjaftur við himni en hinn neðri við jörðu“ (Gylfaginning).

Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvað eru ragnarök? Hvernig verða þau og af hverju? segir þetta:
Að nokkrum hluta má líta á þær sögur af guðum og mönnum sem sagðar eru í kvæðunum í Konungsbók sem útfærslu á þeirri hugmynd að eftirsókn eftir gulli og völdum hafi ógurlegar afleiðingar. „Bræður munu berjast og að bönum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma“, hvort sem er í goðheimi eða mannheimi.

Eftir ragnarök rís jörðin upp í annað sinn, betri en fyrr. Í Völuspá segir að þá muni ósánir akrar vaxa og böl mun batna. Æsir koma aftur saman eftir ragnarök og finna gulltöflur í grasi sem þeir höfðu átt. Ný kynslóð manna vex upp á ný af þeim Líf og Leifþrasi sem lifa ragnarök af. Eins kemur dóttir sólarinnar í stað móður sinnar.

Heimildir:

Mynd:
  • Mynd: Úr Löngu-Eddu, AM 738 4to, bl. 43v, pappírshandriti frá s.hl. 17. aldar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.
...