Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Guðrún Kvaran

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr heimild frá 1847.

Að komast ekki spönn frá rassi á vel við í þessari lest.

Sambandið að komast ekki spönn frá rassi ‛geta ekki hreyft sig (af einhverjum ástæðum), komast ekkert’ þekkist einnig frá fyrri hluta 19. aldar og er hið algengasta í dag en einnig þekkjast samböndin að fara ekki spönn úr rassi og hreyfa sig ekki spönn úr rassi og virðast þau heldur yngri.

Sambandið sjá ekki spönn frá nefi þekkist frá lokum 19. aldar og að komast ekki spönn frá sessi frá því um miðja 20. öld og skýra þau sig sjálf. Sá sem ekki kemst eða fer spönn frá rassi heldur áfram að vera á sínum stað, situr kyrr á sínum rassi, er bundinn yfir einhverjum skyldum, eða of latur til að hreyfa sig.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því? Hvað er spönn, samanber spönn frá rassi?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.3.2011

Spyrjandi

Hafliði Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28613.

Guðrún Kvaran. (2011, 21. mars). Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28613

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28613>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?
Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr heimild frá 1847.

Að komast ekki spönn frá rassi á vel við í þessari lest.

Sambandið að komast ekki spönn frá rassi ‛geta ekki hreyft sig (af einhverjum ástæðum), komast ekkert’ þekkist einnig frá fyrri hluta 19. aldar og er hið algengasta í dag en einnig þekkjast samböndin að fara ekki spönn úr rassi og hreyfa sig ekki spönn úr rassi og virðast þau heldur yngri.

Sambandið sjá ekki spönn frá nefi þekkist frá lokum 19. aldar og að komast ekki spönn frá sessi frá því um miðja 20. öld og skýra þau sig sjálf. Sá sem ekki kemst eða fer spönn frá rassi heldur áfram að vera á sínum stað, situr kyrr á sínum rassi, er bundinn yfir einhverjum skyldum, eða of latur til að hreyfa sig.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því? Hvað er spönn, samanber spönn frá rassi?
...