Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?

Arnar Pálsson

Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri kynfrumu. Nákvæm tala er 8.388.608 samsetningar (2 í 23 veldi) í hverri kynfrumu, sem sýnir hversu heppilegir litningar eru fyrir uppstokkun erfðaefnisins.



Þrjú sett af eineggja tvíburum (og þrír einburar). Eineggja tvíburarnir Craig og Mark Sanders kvæntust eineggja tvíburunum Diane og Darlene. Craig og Diane eignuðust síðan drengi sem eru eineggja tvíburar.

Að auki verður endurröðun (litningavíxl) innan litninga, sem eykur enn á fjölbreytileikann. Því er mjög ólíklegt að afkvæmi eineggja tvíburabræðra með eineggja tvíbura systrum verði erfðafræðilega eins.

Skyldleiki barnanna verður hins vegar meiri en gengur og gerist hjá einstaklingum í annarri kynslóð. Þau verða jafn skyld og venjuleg systkini.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

10.2.2011

Spyrjandi

Arna Ólafsdóttir, Harpa Eysteinsdóttir, Heiðrún Stefánsdóttir

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28472.

Arnar Pálsson. (2011, 10. febrúar). Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28472

Arnar Pálsson. „Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?
Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri kynfrumu. Nákvæm tala er 8.388.608 samsetningar (2 í 23 veldi) í hverri kynfrumu, sem sýnir hversu heppilegir litningar eru fyrir uppstokkun erfðaefnisins.



Þrjú sett af eineggja tvíburum (og þrír einburar). Eineggja tvíburarnir Craig og Mark Sanders kvæntust eineggja tvíburunum Diane og Darlene. Craig og Diane eignuðust síðan drengi sem eru eineggja tvíburar.

Að auki verður endurröðun (litningavíxl) innan litninga, sem eykur enn á fjölbreytileikann. Því er mjög ólíklegt að afkvæmi eineggja tvíburabræðra með eineggja tvíbura systrum verði erfðafræðilega eins.

Skyldleiki barnanna verður hins vegar meiri en gengur og gerist hjá einstaklingum í annarri kynslóð. Þau verða jafn skyld og venjuleg systkini.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:...