Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi.

Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn rispum. Demantur var talinn hafa hörkuna sex þegar reiknað var með mælikvarðanum 1–6, það er hann hefur mest viðnám gegn rispum. Harkan sex var því mesta harka náttúrulegra efna. Nú er notaður svokallaður Mohs-kvarði frá 1–10 (kenndur við steindafræðinginn Friedrich Mohs) og hefur demantur þar hörkuna tíu. Þótt skipt hafi verið um mælikvarða í steindafræði lifir orðasambandið harkan sex samt áfram góðu lífi.


Demantur er harðasta steindin og hafði hörkuna sex í kerfi sem var í notkun fyrir upptöku Mohs-kvarðann. Þar hefur demantur hörkuna tíu. Orðasambandið harkan sex lifir þó góðu lífi.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.11.2008

Spyrjandi

Ari Arnbjörnsson
Auður Inga Ingimarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=27533.

Guðrún Kvaran. (2008, 5. nóvember). Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27533

Guðrún Kvaran. „Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27533>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi.

Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn rispum. Demantur var talinn hafa hörkuna sex þegar reiknað var með mælikvarðanum 1–6, það er hann hefur mest viðnám gegn rispum. Harkan sex var því mesta harka náttúrulegra efna. Nú er notaður svokallaður Mohs-kvarði frá 1–10 (kenndur við steindafræðinginn Friedrich Mohs) og hefur demantur þar hörkuna tíu. Þótt skipt hafi verið um mælikvarða í steindafræði lifir orðasambandið harkan sex samt áfram góðu lífi.


Demantur er harðasta steindin og hafði hörkuna sex í kerfi sem var í notkun fyrir upptöku Mohs-kvarðann. Þar hefur demantur hörkuna tíu. Orðasambandið harkan sex lifir þó góðu lífi.

Frekara lesefni:

Mynd:...