Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?

Manwin Georg Edselsson, Skúli Kristjánsson og Þórður Ágústsson

Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur.

Appollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu og jafnframt sá fljótasti en ferðalagið tók 3 daga og 4 klukkustundir. Miðað við sömu forsendur væri Appollo 11 um 460 daga á leið til Mars eða eitt ár og rúmlega 3 mánuði sé miðað við minnstu fjarlægð.

Hér má sjá Opportunity-könnunarjeppann en hann var um sex og hálfan mánuð á leið til Mars.

Könnunarjeppinn Opportunity var sendur af stað til Mars 7. júlí árið 2003 og lenti á Mars 25. janúar 2004. Ferðalagið tók þannig um sex og hálfan mánuð. New Horizons-könnunarfarið sem var sent af stað 19. janúar árið 2006 flaug fram hjá Mars 7. apríl 2006 og var þannig einungis um tvo og hálfan mánuð á leiðinni. En til að lenda á Mars hefði farið þurft að hægja á sér og þannig hefði ferðatíminn verið lengri.

Eins og staðan er nú er talið að mannað geimfar yrði um 8 mánuði á leið til Mars. Geimflaugin myndi notfæra sér ákveðna eðlisfræðilega þætti til að lágmarka eldsneytisnotkun en myndi þá vera lengur á leiðinni en ella.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.6.2011

Spyrjandi

Snorri Guðjónsson, f. 1997

Tilvísun

Manwin Georg Edselsson, Skúli Kristjánsson og Þórður Ágústsson. „Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26090.

Manwin Georg Edselsson, Skúli Kristjánsson og Þórður Ágústsson. (2011, 10. júní). Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26090

Manwin Georg Edselsson, Skúli Kristjánsson og Þórður Ágústsson. „Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26090>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur.

Appollo 11 var fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu og jafnframt sá fljótasti en ferðalagið tók 3 daga og 4 klukkustundir. Miðað við sömu forsendur væri Appollo 11 um 460 daga á leið til Mars eða eitt ár og rúmlega 3 mánuði sé miðað við minnstu fjarlægð.

Hér má sjá Opportunity-könnunarjeppann en hann var um sex og hálfan mánuð á leið til Mars.

Könnunarjeppinn Opportunity var sendur af stað til Mars 7. júlí árið 2003 og lenti á Mars 25. janúar 2004. Ferðalagið tók þannig um sex og hálfan mánuð. New Horizons-könnunarfarið sem var sent af stað 19. janúar árið 2006 flaug fram hjá Mars 7. apríl 2006 og var þannig einungis um tvo og hálfan mánuð á leiðinni. En til að lenda á Mars hefði farið þurft að hægja á sér og þannig hefði ferðatíminn verið lengri.

Eins og staðan er nú er talið að mannað geimfar yrði um 8 mánuði á leið til Mars. Geimflaugin myndi notfæra sér ákveðna eðlisfræðilega þætti til að lágmarka eldsneytisnotkun en myndi þá vera lengur á leiðinni en ella.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...