Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

EDS

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt.

Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins kakósmjör, sykur, mjólkurduft og bragðefni.



Í hvítu súkkulaði eru engin kakóþurrefni og stundum vantar einnig í það kakósmjör.

Þar sem kakóþurrefnin vantar vilja sumir meina að hvítt súkkulaði sé ekki eiginlegt súkkulaði. Raunar vantar einnig kakósmjör að miklu eða öllu leyti í ódýrar tegundir af hvítu súkkulaði og er jurtafeiti notuð þess í stað.

Í sumum löndum hafa verið sett ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að vara megi kallast hvítt súkkulaði. Í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins þarf að minnsta kosti 20% af þyngd vörunnar að vera kakósmjör og mjólkur- eða undanrennuduft 14% til þess að hægt sé að tala um hvítt súkkulaði.

Hvítt súkkulaði á uppruna sinn í Sviss og kom fyrst á markað árið 1930 hjá Nestlé-verksmiðjunum.

Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig súkkulaði verður til geta séð myndskeið á HowStuffWorks með því að smella hér.

Frekari fróðleikur um súkkulaði á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson. Súkkulaðiást. Reykjavík, Nói Síríus, 2008.
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík: Iðunn, 2002
  • White chocolate á Wikipedia.

Höfundur

Útgáfudagur

29.10.2010

Spyrjandi

Marta Björgvinsdóttir, Wing Kit Yu

Tilvísun

EDS. „Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?“ Vísindavefurinn, 29. október 2010. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25296.

EDS. (2010, 29. október). Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25296

EDS. „Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2010. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25296>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt.

Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins kakósmjör, sykur, mjólkurduft og bragðefni.



Í hvítu súkkulaði eru engin kakóþurrefni og stundum vantar einnig í það kakósmjör.

Þar sem kakóþurrefnin vantar vilja sumir meina að hvítt súkkulaði sé ekki eiginlegt súkkulaði. Raunar vantar einnig kakósmjör að miklu eða öllu leyti í ódýrar tegundir af hvítu súkkulaði og er jurtafeiti notuð þess í stað.

Í sumum löndum hafa verið sett ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að vara megi kallast hvítt súkkulaði. Í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins þarf að minnsta kosti 20% af þyngd vörunnar að vera kakósmjör og mjólkur- eða undanrennuduft 14% til þess að hægt sé að tala um hvítt súkkulaði.

Hvítt súkkulaði á uppruna sinn í Sviss og kom fyrst á markað árið 1930 hjá Nestlé-verksmiðjunum.

Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig súkkulaði verður til geta séð myndskeið á HowStuffWorks með því að smella hér.

Frekari fróðleikur um súkkulaði á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson. Súkkulaðiást. Reykjavík, Nói Síríus, 2008.
  • Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík: Iðunn, 2002
  • White chocolate á Wikipedia.
  • ...