Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?

Ívar Daði Þorvaldsson

Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hendi.

Handaband með hægri hendi er að minnsta kosti þekkt frá 5. öld f.Kr. en á forngrískri lágmynd sjást Hera og Aþena heilsast með áðurnefndri hendi. Margir telja að ástæðan fyrir handabandi með hægri eigi sér rætur í því að fyrr á öldum báru menn oft vopn í hægri hendi, eflaust að undanskildum þeim sem voru örvhentir, og þannig hafi menn sýnt að þeir komu í friði með því að færa vopn yfir í vinstri hönd og heilsast með þeirri hendi sem annars myndi beita vopninu. Örvhentum mönnum hefur eflaust þótt þetta kærkomið tækifæri til að klekkja á fjandmönnum sínum.


Forngrísk lágmynd sem sýnir Heru og Aþenu heilsast með hægri hendi.

Önnur ástæða gæti verið sú að fyrir tíma klósettpappírsins notuðu menn vinstri höndina á kamrinum og af augljósum ástæðum þótti þá ekki við hæfi að nota hana til að borða eða heilsa. Vel gæti verið að báðar þessar ástæður hafi haft áhrif á það af hverju menn heilsast að jafnaði með hægri hendi. Eins gæti verið að við séum að kafa of djúpt í málið og ástæðan sé einfaldlega sú að meirihluti mannkyns er rétthentur og þess vegna er eðlilegt að menn noti hægri höndina til að heilsa.

Gaman er að segja frá því að skylmingarmenn heilsast með vinstri hendi eftir bardaga vegna þess að sverðið er í þeirri hægri. Þar óttast menn vart að verða stungnir af andstæðingum sínum þegar leik er lokið. Annars tíðkast handabönd ekki alls staðar í heiminum. Í Tyrklandi er mun algengara að karlmenn heilsist með því að kyssa hvor annan á kinnina tvisvar sinnum.

Þeir sem vilja fræðast meira um handabönd og hvernig best sé að framkvæma þau geta lesið sér til á vefnum eHow.com.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.7.2010

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson, Hrafnhildur Hreinsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2010. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24750.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 1. júlí). Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24750

Ívar Daði Þorvaldsson. „Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2010. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24750>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heilsum við ekki með vinstri hendi?
Oft reynist erfitt að geta sér til um uppruna hefða. Þær eru margar hverjar ævafornar og það sem okkur þykir líklegt um uppruna þeirra þarf alls ekki endilega að reynast rétt. Handaband með hægri hendi er ein þessara fjölmörgu hefða sem fæstir spá í enda fyndist mörgum líklega ankannalegt að heilsa með vinstri hendi.

Handaband með hægri hendi er að minnsta kosti þekkt frá 5. öld f.Kr. en á forngrískri lágmynd sjást Hera og Aþena heilsast með áðurnefndri hendi. Margir telja að ástæðan fyrir handabandi með hægri eigi sér rætur í því að fyrr á öldum báru menn oft vopn í hægri hendi, eflaust að undanskildum þeim sem voru örvhentir, og þannig hafi menn sýnt að þeir komu í friði með því að færa vopn yfir í vinstri hönd og heilsast með þeirri hendi sem annars myndi beita vopninu. Örvhentum mönnum hefur eflaust þótt þetta kærkomið tækifæri til að klekkja á fjandmönnum sínum.


Forngrísk lágmynd sem sýnir Heru og Aþenu heilsast með hægri hendi.

Önnur ástæða gæti verið sú að fyrir tíma klósettpappírsins notuðu menn vinstri höndina á kamrinum og af augljósum ástæðum þótti þá ekki við hæfi að nota hana til að borða eða heilsa. Vel gæti verið að báðar þessar ástæður hafi haft áhrif á það af hverju menn heilsast að jafnaði með hægri hendi. Eins gæti verið að við séum að kafa of djúpt í málið og ástæðan sé einfaldlega sú að meirihluti mannkyns er rétthentur og þess vegna er eðlilegt að menn noti hægri höndina til að heilsa.

Gaman er að segja frá því að skylmingarmenn heilsast með vinstri hendi eftir bardaga vegna þess að sverðið er í þeirri hægri. Þar óttast menn vart að verða stungnir af andstæðingum sínum þegar leik er lokið. Annars tíðkast handabönd ekki alls staðar í heiminum. Í Tyrklandi er mun algengara að karlmenn heilsist með því að kyssa hvor annan á kinnina tvisvar sinnum.

Þeir sem vilja fræðast meira um handabönd og hvernig best sé að framkvæma þau geta lesið sér til á vefnum eHow.com.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: ...