Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Ari Ólafsson

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða ljóssins í tómarúmi, \(c\), og hraða ljóssins í efninu, \(v\): \[n=\frac{c}{v}\] Öldulengd ljóss í efni með brotstuðul \(n\) er \[\lambda =\frac{\lambda _{0}}{n}\] þar sem \(\lambda _{0}\) er öldulengd ljóssins í tómarúmi. Tengslin við litinn eru bundin tómarúms-öldulengdinni \(\lambda _{0}\) en ekki öldulengd sama ljóss í efni, \(\lambda\).



Hraði og stefna ljóss breytist við að fara milli efna með mismunandi brotstuðul. Ef byrjunar- og lokaefnið sem ljósið fer í gegnum er hið sama, þá er byrjunar- og lokahraði ljóssins sá sami sem og byrjunar- og lokastefnan. Svarta örin sýnir áttina sem ljósið ferðast.

Það má til sanns vegar færa að skýrara væri að tengja litinn við tíðni ljóssins, sem er óháð efninu sem ljósið fer um.

Á hinn bóginn má líka segja að litaskynjun okkar á sitt upphaf í skynjurum augnanna, það er í vatnsumhverfi, og er alveg óháð brotstuðli efnisins sem ljósið var í áður en það lenti inni í auganu. Umræðan hér að ofan var því kannski bara hártogun á keisarans skeggi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:
  • Ritstjórn.

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.10.2010

Spyrjandi

Bjarki Þorvaldur

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?“ Vísindavefurinn, 18. október 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20448.

Ari Ólafsson. (2010, 18. október). Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20448

Ari Ólafsson. „Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20448>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?
Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða ljóssins í tómarúmi, \(c\), og hraða ljóssins í efninu, \(v\): \[n=\frac{c}{v}\] Öldulengd ljóss í efni með brotstuðul \(n\) er \[\lambda =\frac{\lambda _{0}}{n}\] þar sem \(\lambda _{0}\) er öldulengd ljóssins í tómarúmi. Tengslin við litinn eru bundin tómarúms-öldulengdinni \(\lambda _{0}\) en ekki öldulengd sama ljóss í efni, \(\lambda\).



Hraði og stefna ljóss breytist við að fara milli efna með mismunandi brotstuðul. Ef byrjunar- og lokaefnið sem ljósið fer í gegnum er hið sama, þá er byrjunar- og lokahraði ljóssins sá sami sem og byrjunar- og lokastefnan. Svarta örin sýnir áttina sem ljósið ferðast.

Það má til sanns vegar færa að skýrara væri að tengja litinn við tíðni ljóssins, sem er óháð efninu sem ljósið fer um.

Á hinn bóginn má líka segja að litaskynjun okkar á sitt upphaf í skynjurum augnanna, það er í vatnsumhverfi, og er alveg óháð brotstuðli efnisins sem ljósið var í áður en það lenti inni í auganu. Umræðan hér að ofan var því kannski bara hártogun á keisarans skeggi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:
  • Ritstjórn.
...