Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver fann upp spegilinn og hvenær?

Alexander Freyr Lúðvíksson og Elvar Wang Atlason

Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og í Kína og Mið- og Suður-Ameríku frá um 2000 f.Kr. Rómverjar til forna notuðust einnig við litla handspegla en speglarnir voru í raun og veru fínpússaðar málmplötur. Speglar bárust síðan til Kelta og við lok miðalda voru speglar orðnir algengir um alla Evrópu.

Á 12. og 13. öld hófu speglagerðarmenn að nota gler með málmplötu fyrir aftan, keimlíkt því sem við notum nú. Hins vegar var það ekki fyrr en árið 1835 sem fyrsti nútímaspegillinn leit dagsins ljós. Maður að nafni Justus von Liebig kynnti þá til sögunnar nýja tækni í speglagerð sem virkar þannig að bráðið ál eða silfur er sett aftan á glerplötu.

Gaman er að segja frá því að spegill þarf einungis að vera helmingur af stærð þess sem horfir í hann til að viðkomandi sjái sig allan í speglinum. Spegill virkar þannig að ljósgeisli sem fellur á glerplötuna endurkastast í auga þess sem horfir á spegilinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:
  • Wolfson, Richard og J.M.Pasachoff, Physics, with modern physics, 3. útgáfa, Reading, Massachusetts: Addison-Wesley, 1999. Mynd 36-2, bls. 940.
  • en.wikipedia.org - mirror. Grískt leirker frá 470-460 f.Kr. Sótt 8.6.2011.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

8.6.2011

Spyrjandi

Hákon Gíslason, f. 1991

Tilvísun

Alexander Freyr Lúðvíksson og Elvar Wang Atlason. „Hver fann upp spegilinn og hvenær?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=11863.

Alexander Freyr Lúðvíksson og Elvar Wang Atlason. (2011, 8. júní). Hver fann upp spegilinn og hvenær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=11863

Alexander Freyr Lúðvíksson og Elvar Wang Atlason. „Hver fann upp spegilinn og hvenær?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=11863>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp spegilinn og hvenær?
Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og í Kína og Mið- og Suður-Ameríku frá um 2000 f.Kr. Rómverjar til forna notuðust einnig við litla handspegla en speglarnir voru í raun og veru fínpússaðar málmplötur. Speglar bárust síðan til Kelta og við lok miðalda voru speglar orðnir algengir um alla Evrópu.

Á 12. og 13. öld hófu speglagerðarmenn að nota gler með málmplötu fyrir aftan, keimlíkt því sem við notum nú. Hins vegar var það ekki fyrr en árið 1835 sem fyrsti nútímaspegillinn leit dagsins ljós. Maður að nafni Justus von Liebig kynnti þá til sögunnar nýja tækni í speglagerð sem virkar þannig að bráðið ál eða silfur er sett aftan á glerplötu.

Gaman er að segja frá því að spegill þarf einungis að vera helmingur af stærð þess sem horfir í hann til að viðkomandi sjái sig allan í speglinum. Spegill virkar þannig að ljósgeisli sem fellur á glerplötuna endurkastast í auga þess sem horfir á spegilinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:
  • Wolfson, Richard og J.M.Pasachoff, Physics, with modern physics, 3. útgáfa, Reading, Massachusetts: Addison-Wesley, 1999. Mynd 36-2, bls. 940.
  • en.wikipedia.org - mirror. Grískt leirker frá 470-460 f.Kr. Sótt 8.6.2011.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...