Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna skilið þannig að hann ætti við góðan vilja meðal manna. Það kemur til dæmis fram í prédikun Hómilíubókar á boðunardag Maríu þar sem vísað er í englasönginn á jólanótt og sagt: „Nú er sem yður sé sagt í orðum engla Guðs almáttugs, að friður er boðinn öllum þeim mönnum, er með góðum vilja eru.“ (Íslensk hómilíubók. Fornar stólræður 1994, s. 194). Þeim góða vilja er síðan lýst sem trú á Guð, elsku til Guðs og góðum verkum gagnvart mönnum.

Í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu segir: „Og friður á jörðu og mönnum góðvilji“ sem breyttist í „og mönnum góður vilji“ í Guðbrandsbiblíu. Á spássíu hjá Oddi segir: „(góðvilji) er að menn hafi þar af ást og unaðssemd bæði fyrir Guði og svo innbyrðis og það með þakklæti að meðtaka og alla hluti með góðfýsi þar fyrir að forláta og líða.“ Í jólaprédikun sinni leggur Jón Vídalín áherslu á að englar kunngjöri að friður sé settur milli himins og jarðar, milli Guðs og manna (Vídalínspostilla 1995, s. 64).

Versið var í þessari mynd fram á 19. öld að tekið var að þýða textann þannig: „Og velþóknan yfir mönnunum.“ Í þeirri mynd varð textinn hluti messugjörðarinnar, fyrst í gegnum Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 1899 og síðan er sígild messa var almennt tekin upp hér á landi með Handbókinni frá 1981.

Gríski frumtextinn er samkvæmt áreiðanlegustu handritum: kai epi ges eirene en anþrópois eudokías., sem orðrétt þýðir „og friður á jörðu með mönnum velþóknunar.“ Að mati sérfræðinga merkir orðið eudokía í þessu samhengi velþóknun Guðs gagnvart mönnum. Orðið er í eignarfalli (eudokías) og vísar til Guðs sem geranda. Það er Guð sem sýnir mönnum velþóknun.

Í núgildandi biblíuþýðingu frá 1981 er leitast við að tjá þann skilning, þar sem þýtt er: „Og friður á jörðu með mönnum sem [Guð] hefur velþóknun á.“ Í þýðingunni frá 1912 var textinn nokkurn veginn eins eða svona: „Og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á.“ Í þessari þýðingu er hugsað út frá Guði til geranda: Það er Guð sem lýsir velþóknun sinni yfir mönnum og sú velvild á að kalla til velvildar manna á milli eins og skýrt er á spássíu í Oddstestamenti.

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.11.2000

Spyrjandi

Þorgeir Tryggvason

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1102.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2000, 7. nóvember). Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1102

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er latneski texti jólaguðspjallsins stundum "sem hann hefur velþóknun á" en annars "sem hafa góðan vilja"?
Í latnesku biblíuþýðingunni Vulgata, sem er meðal elstu og frægustu biblíuþýðinga, er síðari hluti englasöngsins á jólanóttina samkvæmt Lúkasarguðspjalli (2.14) svona: et in terra pax hominibus bonae voluntatis, sem þýðir orðrétt „og friður á jörðu til handa mönnum góðs vilja.“ Latneska textann hafa menn gjarna skilið þannig að hann ætti við góðan vilja meðal manna. Það kemur til dæmis fram í prédikun Hómilíubókar á boðunardag Maríu þar sem vísað er í englasönginn á jólanótt og sagt: „Nú er sem yður sé sagt í orðum engla Guðs almáttugs, að friður er boðinn öllum þeim mönnum, er með góðum vilja eru.“ (Íslensk hómilíubók. Fornar stólræður 1994, s. 194). Þeim góða vilja er síðan lýst sem trú á Guð, elsku til Guðs og góðum verkum gagnvart mönnum.

Í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu segir: „Og friður á jörðu og mönnum góðvilji“ sem breyttist í „og mönnum góður vilji“ í Guðbrandsbiblíu. Á spássíu hjá Oddi segir: „(góðvilji) er að menn hafi þar af ást og unaðssemd bæði fyrir Guði og svo innbyrðis og það með þakklæti að meðtaka og alla hluti með góðfýsi þar fyrir að forláta og líða.“ Í jólaprédikun sinni leggur Jón Vídalín áherslu á að englar kunngjöri að friður sé settur milli himins og jarðar, milli Guðs og manna (Vídalínspostilla 1995, s. 64).

Versið var í þessari mynd fram á 19. öld að tekið var að þýða textann þannig: „Og velþóknan yfir mönnunum.“ Í þeirri mynd varð textinn hluti messugjörðarinnar, fyrst í gegnum Hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar frá 1899 og síðan er sígild messa var almennt tekin upp hér á landi með Handbókinni frá 1981.

Gríski frumtextinn er samkvæmt áreiðanlegustu handritum: kai epi ges eirene en anþrópois eudokías., sem orðrétt þýðir „og friður á jörðu með mönnum velþóknunar.“ Að mati sérfræðinga merkir orðið eudokía í þessu samhengi velþóknun Guðs gagnvart mönnum. Orðið er í eignarfalli (eudokías) og vísar til Guðs sem geranda. Það er Guð sem sýnir mönnum velþóknun.

Í núgildandi biblíuþýðingu frá 1981 er leitast við að tjá þann skilning, þar sem þýtt er: „Og friður á jörðu með mönnum sem [Guð] hefur velþóknun á.“ Í þýðingunni frá 1912 var textinn nokkurn veginn eins eða svona: „Og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á.“ Í þessari þýðingu er hugsað út frá Guði til geranda: Það er Guð sem lýsir velþóknun sinni yfir mönnum og sú velvild á að kalla til velvildar manna á milli eins og skýrt er á spássíu í Oddstestamenti. ...